Menningar- og ferðamálanefnd

18. maí 2016 kl. 00:00

í Hafnarborg

Fundur 265

Mætt til fundar

 • Unnur Lára Bryde aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
 1. Almenn erindi

  • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

   Fulltrúar Gaflaraleikhúss þau Lárus Vilhjálmsson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir komu á fundinn. Rætt var um endurskoðun og framtíð samstarfssamnings Gaflaraleikhússins við Hafnarfjarðarbæ.

  • 1506387 – Friðrikssjóður, sjóður Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur.

   Frestað til næsta fundar.

  Kynningar

  • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

   Fulltrúar Markaðsstofu Hafnarfjarðar, þær Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri og Kristín Thoroddsen stjórnarmaður mættu á fundinn. Rætt var um þátt ferðamála í starfi markaðsstofunnar og aðkomu menningar- og ferðamálanefndar að þeim þætti starfseminnar.

  • 1501453 – Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

   Kristinn Sæmundsson mætti á fundinn og ræddi stöðu Bæjarbíós og yfirstandandi útboðsferli.

  • 16011152 – Viðburðir 2016

   Andri Ómarsson mætti á fundinn og gerði grein fyrir framkvæmd Bjartra daga. Samþykkt að boða til samráðsfundar í haust með hagsmunaðilum til að tímasetja og undirbúa viðburðadagatal menningarmála fyrir árið 2017.

Ábendingagátt