Menningar- og ferðamálanefnd

19. maí 2017 kl. 09:30

í Hafnarborg

Fundur 286

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1611223 – Bjartir dagar 2017

      Minnisblað um framkvæmd Bjartra daga árið 2017 lagt fram og rætt. Almenn ánægja með framkvæmdina. Nefndin lýsir sérstakri ánægju með veitingu smástyrkja til verkefna á Björtum dögum og lýsir yfir vilja til að sama fyrirkomulag verði að ári.

    • 1701261 – Erindisbréf menningar og ferðamálanefndar

      Farið yfir stöðu á endurskoðun erindisbréfs menningar- og ferðamálanefndar. Samþykkt að hefja vinnu við verklagsreglur nefndarinnar um leið og endurskoðað erindisbréf hefur verið samþykkt í bæjarráði.

    • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

      Minnisblað um framkvæmd og árangur af markaðssamstarfi á höfuðborgarsvæðinu lagt fram.

    • 1705331 – Sumarviðburðir 2017

      Nefndin samþykkti að fela starfsmanni nefndarinnar að safna saman og gera aðgengilegar upplýsingar um viðburði á vegum bæjarstofnana og annarra í sumar.

    • 1705337 – Hönnunarstaðall fyrir viðburði og hátíðir

      Samþykkt að vinna að undirbúningi á gerð hönnunarstaðals fyrir útgefið efni um viðburð og hátíðir á vegum bæjarins.

Ábendingagátt