Menningar- og ferðamálanefnd

24. nóvember 2017 kl. 10:00

í Bungalow, Vesturgötu 32

Fundur 295

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Helga Björg Arnardóttir boðaði forföll. [line]Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns var gestur á fundinum undir lið 1. og 2.

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður

Helga Björg Arnardóttir boðaði forföll. [line]Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns var gestur á fundinum undir lið 1. og 2.

 1. Kynningar

  • 1708274 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018

   Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns kynnti starfsáætlun Byggðasafnsins fyrir árið 2018.

  • 1410251 – Bæjarbíó, bíóráð, fundargerðir

   Björn Pétursson formaður Bíóráðs fór yfir starfsemi Bæjarbíós.

  • 1711374 – Ráðstefna um stefnu og stöðu Hafnarfjarðar í ferðaþjónustu

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar þessu góða framtaki.

  Almenn erindi

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

   Farið yfir samskipti Leikfélags Hafnarfjarðar við Hafnarfjarðarbæ vegna óska félagsins um að bærinn komi að lausn á húsnæðismálum þess. Menningar- og ferðamálanefnd leggst gegn því að samið verði um að bærinn skuldbindi sig til að greiða leigu fyrir frjáls félagasamtök til þriðja aðila. Nefndin vísar í umfjöllun um mál 1604024 Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur. Í fundargerð 274. fundar nefndarinnar segir: “Menningar- og ferðamálanefnd harmar að ekki hafi náðst samkomulag um endurnýjun samstarfssamnings milli Gaflaraleikhúss og Leikfélags Hafnarfjarðar í anda fyrri samnings.”

  • 1711175 – Menningar- og viðburðahald, samstarfssamningur

   Erindi frestað til næsta fundar.

  • 1711098 – Kvennakór Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

   Umsókn Kvennakórs Hafnarfjarðar lögð fram, Kvennakórnum verður bent á að sækja um menningarstyrk til bæjarins.

Ábendingagátt