Menningar- og ferðamálanefnd

14. mars 2018 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 302

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Umsóknir

    • 1803095 – Menningarstyrkur, umsókn

      Umsókn um menningarstyrk afgreidd. Umsóknin varð eftir við afgreiðslu umsókna þann 7. mars.

    Kynningar

    • 1712152 – Menningarstyrkir 2018

      Menningar- og ferðamálanefnd hefur nú lokið afgreiðslu umsókna um menningarstyrki í fyrri úthlutun ársins 2018. Samtals var úthlutað 5.405.000 kr til 22 verkefna. Alls bárust 34 umsóknir og heildarupphæð sem sótt var um er 17.365.000 þannig að styrkveitingar voru 31,5% af heildarupphæð umsókna.
      Hluti þeirra verkefna sem sótt er um eru verkefni sem unnin eru árlega eða eru hluti af menningarstarfsemi sem rekin er varanlega eða reglulega, svo sem tónlistarhátíðir, safnastarfsemi og hópar sem starfa að leiklist og tónlist. Menningar- og ferðamálanefnd telur mikilvægt að fyrirkomulagi styrkveitinga til menningarstarfsemi verði breytt þannig að sérstakir styrkir verði veittir til reksturs valinnar menningarstarfsemi og samið verði til 2-3 ára í senn. Það er mat nefndarinnar að rétt sé að veita sérstöku fjármagni í slíka styrki sem væri óháð verkefnastyrkjum sem veittir eru á grundvelli mats á umsóknum tvisvar á ári. Nefndin vill fela starfsmönnum stjórnsýslusviðs að útfæra ramma utan um gerð slíkra samninga sem síðan væru auglýstir til umsóknar að hausti svo rekstrarstyrkur til viðkomandi starfsemi væri ljós þegar í upphafi fjárhagsárs. Nefndin telur að veiting rekstrarstyrkja til valinna aðila til lengri tíma muni stuðla að meiri samfellu í menningarstarfsemi í bænum til góðs fyrir íbúana.

    • 0703234 – Rekstur tjaldsvæðisins á Víðistaðatúni, samstarfssamningur

      Rætt um stöðu á endurnýjun samnings, unnið verður áfram að málinu.

    • 1708274 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018

      Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofu Hafnarfjarðar var gestur fundarins undir þessum lið. Rætt um þátt menningar- og ferðamálanefndar í miðlun upplýsinga til ferðamanna sérstaklega, starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

    • 1611041 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar, vörumerkjastefna

      Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri markaðsstofu Hafnarfjarðar var gestur fundarins undir þessum lið. Ása kynnti vinnu við vörumerkjastefnu og rætt um þátt ferðajónustu í þeirri stefnumótun.

Ábendingagátt