Menningar- og ferðamálanefnd

17. desember 2018 kl. 10:15

í Hafnarborg

Fundur 317

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
 1. Kynningar

  • 18129467 – Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar

   Í áskorun sem ferðamálasamtök Hafnarfjarðar sendu frá sér 14. nóvember s.l. segir: Í miðbæ Hafnarfjarðar vantar alveg rútustæði. Þar eru vissulega stoppustöðvar þar sem farþegar geta farið úr og í rúturnar. Það er hins vegar mikilvægt að bæta úr því að hafa rútustæði þannig að rútur geti beðið á meðan farþegarnir skoði miðbæ Hafnarfjarðar, fái sér að borða og versli af þeim fjölmörgu verslunum sem eru þar.

   Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir mikilvægi þess að þetta verði skoðað og vísar málinu áfram til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1810214 – Jólaþorp 2018

   Andri Ómarsson verkefnisstjóri fór yfir fyrstu þrjár helgarnar í Jólaþorpinu. Vel hefur tekist til með undirbúning og framkvæmd í ár. Rætt var um val á best skreytta húsinu í Hafnarfirði, menningar- og ferðamálanefnd sér um valið með aðstoð Berglindar Guðmundsdóttur landslagsarkitekts. Fjölmargar ábendingar hafa borist. Tilkynnt verður um valið í Jólaþorpinu kl. 16 sunnudaginn 23. desember.

  • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

   Farið yfir undirbúning fyrri úthlutunar menningarstyrkja á árinu 2019. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

Ábendingagátt