Menningar- og ferðamálanefnd

7. febrúar 2019 kl. 09:30

í Hafnarborg

Fundur 320

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
 1. Kynningar

  • 1811356 – Bæjarlistamaður 2019

   Tilnefningar almennings til bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2019 kynntar.

  • 1902080 – Bæjarbíó - heimsókn menningar- og ferðamálanefndar

   Nefndarmenn menningar- og ferðamálanefndar heimsóttu Bæjarbíó mánudaginn 28. janúar. Páll Eyjólfsson tók á móti nefndarmönnum og kynnti starfsemi Bæjarbíós, hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar og framtíðarsýn núverandi rekstraraðila.

  • 1902081 – Safnanótt 2019

   Farið yfir dagskrá Vetrarhátíðar, Safnanætur og Sundlauganætur í Hafnarfirði 8. til 9. febrúar. Nefndin fagnar glæsilegri dagskrá og hvetur Hafnfirðinga til að nýta sér það sem boðið er uppá. Nefndin þakkar starfsmönnum bæjarins fyrir góðan undirbúning og fagnar samræmingu dagskrár.

  • 1902087 – Bókasafn - þjónusta í nýjum hverfum

   Minnisblað frá Óskari Guðjónssyni forstöðumanni Bókasafns Hafnarfjarðar um þjónustu í nýjum hverfum í Hafnarfirði lagt fram. Menningar- og ferðamálanefnd er umhugað um þjónustu bókasafnsins við Hafnfirðinga og að bæta þjónustu við jaðarbyggðir sem liggja utan 2 km radíus frá Bókasafninu í Strandgötu. Margar lausnir hafa verið til skoðunar t.d. sjálfsafgreiðslusafn, bókabíll, samýnting á skólasöfnum og almenningssöfnum og fleira. Unnið verður áfram að málinu.

  • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

   Umræðu frestað.

  • 18129467 – Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar

   Menningar- og ferðamálanefnd ítrekar mikilvægi þess að komið verið upp rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar sem fyrst. Nefndin leggur til að möguleikar á bráðabirgðastæði verði skoðaðir á meðan unnið er að nýju deiliskipulagi.

  • 1901121 – Krýsuvík - Seltún, ferðamál

   Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar var gestur fundarins og fór yfir uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn í Krýsuvík og Seltúni.

Ábendingagátt