Menningar- og ferðamálanefnd

21. mars 2019 kl. 15:30

í Hafnarborg

Fundur 323

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

 • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
 1. Kynningar

  • 1903409 – Húsverndarsjóður Hafnarfjarðar

   Björn Pétursson bæjarminjavörður var gestur fundarins og fór yfir sögu húsverndarsjóðs Hafnarfjarðar. Úthlutað var úr sjóðnum frá árinu 2002 til ársins 2009. Menningar- og ferðamálanefnd hvetur til þess að sjóðurinn verði endurvakinn og fé verði lagt í hann við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

  • 1903476 – Byggðasafn Hafnarfjarðar

   Björn Pétursson forstöðumaður byggðasafns og bæjarminjavörður fór yfir starfið á Byggðasafni Hafnarfjarðar og verkefnin framundan. Rætt var sérstaklega um vel heppnaðar menningar- og heilsugöngur sem fara aftur af stað í júní í samstarfi stofnana bæjarins.

  • 1802338 – Markaðsstofa, markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

   Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Hafnarfjarðar er stefnt að því að markaðsstefnumótun verði skilað í lok mars. Menningar- og ferðamálanefnd mun fylgjast áfram með framvindu málsins.

  • 1811356 – Bæjarlistamaður 2019

   Rætt um tilnefningu bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2019.

  • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

   Rætt um kynningu Höfuðborgarstofu á markaðssamstarfi undir merkjum Reykjavík Loves. Staða Hafnarfjarðar gagnvart samstarfinu verður skoðuð þegar niðurstaða markaðsstefnumótunar hefur verið birt.

  • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

   Samstarfssamningar við Sönghátíð í Hafnarborg og Lúðrasveit Hafnarfjarðar lagðir fram til samþykktar. Samningunum verður nú vísað til bæjarráðs til staðfestingar. Menningar- og ferðamálanefnd fagnar þessum áfanga í stuðningi Hafnarfjarðar við menningarlífið í bænum og að hægt sé að styðja við starfsemi sem fests hefur í sessi.

  • 18129467 – Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar

   Menningar- og ferðamálanefnd hvetur til þess að málið verið skoðað fyrir sumarið 2019. Rútustæði í miðbænum mun nýtast allri þjónustu og verslunum á svæðinu. Sent til umhverfis- og skipulagssþjónustu.

Ábendingagátt