Menningar- og ferðamálanefnd

16. maí 2019 kl. 09:30

í Hafnarborg

Fundur 326

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Guðjón Karl Arnarson varamaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1809021 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2019

      Björn Pétursson bæjarminjavörður var gestur fundarins undir þessum lið. Sumardagskrá Bókasafns, Byggðasafns og Hafnarborgar kynnt, auk þess sem farið var yfir aðra viðburði sem verða í bænum í sumar. Menningargöngur verða í boði alla fimmtudaga og verða þær ásamt annari dagskrá kynntar bæjarbúum í gegnum vefmiðlun og með prentuðu efni. Nefndin fagnar öflugu menningarlífi í bænum og hvetur bæjarbúa til að nýta sér það sem í boði er.

    • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

      Kynningaráætlun fyrir sumarið 2019 lögð fram. Unnið verður að kynningu á Hafnarfirði og því sem bærinn hefur upp á að bjóða bæði fyrir erlenda og innlenda ferðamenn, auk bæjarbúa. Nefndin fagnar aukinni áherslu á þátttöku í markaðssamstarfi á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Farið yfir notkun á útivistarsvæðum og möguleika á að bóka viðburði á opnum svæðum í umsjón bæjarins. Uppbyggingu á afreyingarmöguleikum á útivistarsvæðum er fagnað og starfsmönnum falið að efla kynningu á þeim möguleikum sem útivistarvæðin bjóða upp á, til bæjarbúa.

    • 1905021 – Hellisgerði 2019

      Rætt um aðgengi almennings að aðstöðu í Hellisgerði og fyrirkomulag á reksti aðstöðunnar. Umsjón með rekstri er í höndum garðyrkjustjóra.

    • 1905174 – Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Íshúsið

      Anna María Karlsdóttir og Ólafur Sverrisson tóku á móti nefndinni í Íshúsinu. Aðstaðan skoðuð og helstu verkefni kynnt. Nefndin fagnar framtakinu og óskar aðstandendum Íshússins til hamingju með glæsilega starfsemi.

Ábendingagátt