Menningar- og ferðamálanefnd

21. júní 2019 kl. 11:00

í Hafnarborg

Fundur 329

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1906322 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á að við vinnu við fjárhagsáætlun verði haft að leiðarljósi að nýta fjármagn vel með aukinni áherslu á samstarf stofnana og betri nýtingu mannauðs.

    • 1906321 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á eftirfarandi þætti við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2019: 1. Unnið verði mótun menningar- og ferðamálastefnu í framhaldi af þeirri góðu vinnu sem markaðsstefnumótun bæjarins byggir á.
      2.Áfram verði unnið að því að bæta aðgengi íbúa sem ekki hafa íslensku að fyrsta máli að menningarstarfsemi bæjarins og sérstök áhersla verði lögð á að þýða upplýsingar um viðburði og starfsemi á viðeigandi tungumál.
      3.Unnið verði að samþættingu kynningarmála menningarstofnana og sameiginleg/samræmd dagskrá verði efld.
      4. Opnunartími menningarstofnana verði skoðaður útfrá breyttum lífsvenjum bæjarbúa.
      5. Þátttaka, virkni og samræming menningarstofnana í föstum viðburðum verði skoðuð sérstaklega.
      6. Unnið verði áfram að eflingu menningarlífs í bænum í gegnum menningarstyrki og samstarfssamninga.

    • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

      Auglýst verður eftir umsóknum um menningarstyrki í síðari úthlutun ársins 2019 strax í byrjun ágúst. Umsóknarfrestur verður til 10. september og úthlutun á að vera lokið fyrir 1. október. Starfsmönnum falið að vinna að málinu.

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Menningar- og ferðamálanefnd hvetur til þess að sett verði upp upplýsingaskilti á helstu útivistarsvæðum bæjarins þar sem farið er yfir reglur um umgengni, t.d. almenna umgengni, meðferð elds, viðurlög við náttúruspjöllum, leiðbeiningar um næsta salerni ofl. Mikilvægt er að notendur útivistarsvæða séu upplýstir um þær reglur sem þar gilda og þau viðurlög sem eru við brotum á þeim.

Ábendingagátt