Menningar- og ferðamálanefnd

22. ágúst 2019 kl. 13:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 330

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Andri Ómarsson verkefnisstjóri viðburða sat fundinn.

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður

Andri Ómarsson verkefnisstjóri viðburða sat fundinn.

  1. Kynningar

    • 1906321 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Björn Pétursson bæjarminjavörður var gestur fundarins undir þessum lið. Farið var yfir bókun síðasta fundar, nýtt efnisyfirlit verður sent forstöðumönnum í næstu viku og gert ráð fyrir að þeir skili drögum að starfsáætlun til nefndarinnar fyrir 5. september. Forstöðumenn eru sérstaklega hvattir til að nýta efni úr nýrri markaðsstefnumótun í starfsáætlunina, efla sameiginlega dagskrá og þjónustu menningarstofnana utan miðbæjar. Menningar- og ferðamálanefnd lýsir ánægju með undirbúning og framkvæmd menningarganga og hvetur til að fleiri verkefni séu unnin með sambærilegum hætti.

    • 1906322 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Björn Pétursson bæjarminjavörður var gestur fundarins undir þessum lið. Rætt um helstu áherslur ársins 2020. Geymslumál safnanna verði skoðuð sérstaklega sem og kostnaður við breytingar á opnunartíma menningarstofnana.

    • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

      Umsóknarfrestur um menningarstyrki í síðari úthlutun ársins 2019 er til 10. semptember.

    • 1908282 – Jólaþorp 2019

      Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins og aðkomu menningar- og ferðamálanefndar að undirbúningi. Formaður nefndarinnar mun funda reglulega með verkefnisstjóra Jólaþorpsins.

    • 1908383 – Bókasafn, forstöðumaður

      Auglýst hefur verið eftir forstöðumanni Bókasafns, farið var yfir auglýsinguna og umsóknarferlið. Nefndinni verður haldið upplýstri um ráðningarferlið þar sem nefndin er stjórn bókasafnsins.

    Almenn erindi

    • 1908281 – Beiðni um frestun á nýtingu menningarstyrkja

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir beiðni Leikfélags Hafnarfjarðar um frestun á nýtingu menningarstyrkja.

Ábendingagátt