Menningar- og ferðamálanefnd

17. október 2019 kl. 16:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 335

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 1810401 – Verkaskipting í þjónustu við ferðamenn

   Rætt um þjónustu við ferðamenn í Hafnarfirði. Ása S. Þórisdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar kom til fundarins.

   Nefndin þakkar Ásu fyrir kynningu á verkefnum Markaðsstofu Hafnarfjarðar tengdum ferðamálum.

  • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

   Rætt um framtíð markaðssamstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um Reykjavík loves

   Verkefnastjóra falið að vinna að áframhaldandi samstarfi

  • 1908282 – Jólaþorp 2019

   Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins

   Verkefnastóri fór yfir drög að dagskrá og umsóknir í jólahúsin

  • 1906321 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

   Sviðsstjóri upplýsti að Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

  • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

   Menningarstyrkir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg 15. október

   Nefndin óskar styrkhöfum til hamingju og óskar þeim góðs gengis með sín verkefni

Ábendingagátt