Menningar- og ferðamálanefnd

18. febrúar 2020 kl. 11:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 342

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður
  1. Almenn erindi

    • 1911802 – Bæjarlistamaður 2020

      Rætt um tilnefningu bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2020

      Farið yfir innsendar ábendingar um Bæjarlistamann Hafnarfjarðar 2020. Ákvörðun tekin um hver skuli tilnefndur, tilkynnt verður um Bæjarlistamann ársins 2020 þann 22. apríl næstkomandi.

    • 1906321 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Dagskrá menningarstofnana í vetrafríi grunnskólanna lögð fram

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar metnaðarfullri dagskrá menningarstofnana bæjarins í vetrarfríi.

    • 2002253 – Bjartir dagar 2020

      Farið yfir undirbúning að Björtum dögum 22.-26. apríl

      Kallað verður eftir tillögum að verkefnum og líkt og undanfarin ár verða veittir örstyrkir til valinna verkefna. Sækja þarf um örstyrki fyrir 22. mars. Fyrstu drög að dagskrá verða lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

    Umsóknir

    • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

      Umsóknir um menningarstyrki við fyrri úthlutun 2020 lagðar fram

      Umsóknir lagðar fram til kynningar. Alls bárust 39 umsóknir að þessu sinni.

    Fundargerðir

    • 1910250 – Rýnihópur jólaþorpsins

      Lögð fram 4. fundargerð rýnihóps jólaþorpsins

      Fundargerð rýnihóps um jólaþorp lögð fram og samþykkt.

Ábendingagátt