Menningar- og ferðamálanefnd

2. apríl 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 345

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

 1. Almenn erindi

  • 2004013 – Menning á tímum Covid-19

   Andri Ómarsson verkefnastjóri fór yfir stöðu mála hjá söfnum Hafnarfjarðarbæjar og sagði frá upplýsingafundi með menningarfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu

  • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

   Rætt um aðgerðaráætlun í menningar- og ferðamálum í kjölfar covid-19 sumarið 2020

   Varðandi fyrstu aðgerðir sem tengjast menningu, listum og skapandi greinum felur bæjarstjórn “þjónustu- og þróunarsviði að leggja fram hugmyndir sem eflt geti viðspyrnu menningar- og listalífs bæjarins og aukið viðburðahald um leið og aðstæður leyfa.
   Horft verði einnig til barnamenningar og verkefna sem lúta að snjallvæðingu á þjónustu sveitarfélagsins annars vegar og að tengja saman lýðheilsu og menningu hins vegar.
   Tillögur verði lagðar fram ekki síðar en 15. apríl.”

   Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á markaðssetningu fyrir innlenda ferðamenn í sumar

  • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

   Samstarfssamningar vegna menningarstyrkja 2020 lagðir fram til samþykktar

   Verkefnastjóra falið að vinna áfram í málinu

  • 2002253 – Bjartir dagar 2020

   Rætt um dagskrá Bjartra daga 2020

   Verið er að skoða að fresta Björtum dögum fram í byrjun í júní ef samkomubanni verður framhaldið

  • 1801504 – Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur

   Lagðir fram leigusamningar um geymslurými Byggðasafns og Hafnarborgar að Hringhellu 14 sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða 1. apríl 2020.

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar þessum áfanga og loksins sé komið hentugt geymslurými til framtíðar

  • 2004010 – Styrkúthlutanir myndlistarsjóði, safnasjóði og húsafriðunarsjóði 2020

   Lagt fram yfirlit yfir styrkúthlutanir til safna Hafnarfjarðarbæjar úr myndlistarsjóði, safnasjóði og húsafriðunarsjóði 2020.

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar því að söfn Hafnarfjarðarbæjar skulu fá úthlutað úr þessum sjóðum

  • 2004011 – Íslensku tónlistarverðlaunin 2020

   Menningarmiðstöðin Hafnarborg hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir viðburð ársins (einstaka tónleika), í flokknum sígildri og samtímatónlist, fyrir opnunartónleika sýningarinnar Hljóðön, sem var hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.

   Menningar- og ferðamálanefnda óskar starfsfólki Hafnarborgar, tónlistarfólkinu og sýningarstjórum sýningarinnar innilega til hamingju

Ábendingagátt