Menningar- og ferðamálanefnd

10. júní 2020 kl. 08:30

Sjá fundargerðarbók

Fundur 350

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Fundurinn fór fram í Bókasafni Hafnarfjarðar

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Fundurinn fór fram í Bókasafni Hafnarfjarðar

  1. Almenn erindi

    • 1912183 – Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Bókasafn Hafnarfjarðar

      Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður og Unnur Helga Möller verkefnastjóri viðburða Bókasafns Hafnarfjarðar kynntu sumardagskrá safnsins og sumarstörf námsmanna við rannsóknir og nýsköpun

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir kynninguna á metnaðarfullum sumarverkefnum og afhenti bókasafninu hafnfirska tuktuk-inn til þess að færa bókasafnið nær Hafnfirðingum í sumar.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

      Ársskýrsla og ársreikningur Gaflaraleikhússins 2019 lögð fram til kynningar

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, afnota- og samstarfssamningur 2019

      Rætt um málefni Leikfélags Hafnarfjarðar

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarráð að framlengja afnota- og samstarfssamningi um afnot LH af Kapellunni í St. Jó um eitt ár

    • 2005482 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 5. Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar

      Tillaga ungmennaráðs um kvikmyndahús til Hafnarfjarðar lögð fram til umsagnar og frekari skoðunar hjá menningar- og ferðamálanefnd

Ábendingagátt