Menningar- og ferðamálanefnd

24. júní 2020 kl. 08:30

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 351

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri
  1. Almenn erindi

    • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

      Auglýst verður eftir umsóknum um menningarstyrki í síðari úthlutun ársins 2020 strax í byrjun ágúst.

      Umsóknarfrestur verður til 10. september og úthlutun á að vera lokið fyrir 1. október. Starfsmönnum falið að vinna að málinu.

    • 2004013 – Menning á tímum Covid-19

      Farið yfir áætlun um ýmis hátíðarhöld í Hafnarfirði í kjölfar kórónuverufaraldursins

      Í ljósi þess að fáir viðburðir hafa verið haldnir á árinu 2020 sökum Covid19 þá er lagt til að sett verði upp fallegt og lýsandi merki/tákn fyrir Hafnarfjörð í miðbæ Hafnarfjarðar. Merki sem fangar þá tilfinningu og stemningu sem Hafnarfjörður er og vill vera þekktur fyrir, og lögð er áhersla á í skýrslu um markaðsstefnumótun Hafnarfjarðar. Merkið á að vekja og sameina samfélagsandann, heilsu, menningu og listir. Gert er ráð fyrir að merkið verði afhjúpað mánudaginn 13. júlí.

      Menningar- og ferðmálanefnd samþykkir að fjárveiting til verksins verði af liðnum viðburðahald og vísar útfærslu og uppsetningu til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir sumarverkefni nema við rannsóknir- og nýsköpun á sviði menningar- og ferðamála

      Andri Ómarsson verkefnastjóri fór yfir sumarverkefni nema við rannsóknir og nýsköpun sem tengjast menningar- og ferðamálanefnd og Ragnar Már Jónsson kynnti vinnu við verkefnið sitt um áfangastaðinn Hafnarfjörð.

    • 1902080 – Bæjarbíó, heimsókn menningar- og ferðamálanefndar

      Páll Eyjólfsson tók á móti Menningar- og ferðamálanefnd í Bæjarbíó, sagði frá starfseminni og tónlistar- og bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir kynninguna

Ábendingagátt