Menningar- og ferðamálanefnd

17. september 2020 kl. 10:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 354

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

   Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og rekstrardeildar mætti til fundarins og ræddi um ástand og stefnumótun útivistarsvæðisins við Hvaleyrarvatn.

   Nefndin þakkar Helgu fyrir kynninguna á áhugaverðum niðurstöðum sumarstarfsfólks í atvinnuátaki stjórnvalda. Nefndin leggur áherslu á að niðurstöðurnar verði nýttar við vinnu á nýju deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns sem skipulags- og byggingarráð vísaði til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði á fundi sínum þann 9.9. sl.

  • 2001161 – Viðhald húsnæðis og lóðar 2019 og viðhaldsáætlun 2020

   Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og rekstrardeildar mætti til fundarins og fór yfir yfirstandandi viðhaldsviðgerðir á Pakkhúsinu við Vesturgötu.

   Nefndin fagnar langþráðum viðhaldsviðgerðum á húsnæði Byggðasafnsins.

  • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

   Farið yfir áherslur menningar- og ferðamálanefndar í starfsáætlun fyrir árið 2021.

   Gert er ráð fyrir að forstöðumenn menningarstofnana skili drögum að starfsáætlun til nefndarinnar fyrir 1. október.

  • 2009397 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

   Farið yfir áherslur menningar- og ferðamálanefndar í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2020

  Umsóknir

  • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

   Umsóknir um menningarstyrki við síðari úthlutun 2020 lagðar fram.

   Stefnt er úthlutun styrkjanna á næsta fundi nefndarinnar 1. október nk.

Ábendingagátt