Menningar- og ferðamálanefnd

15. október 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 356

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn undir lið 3.-7.

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn undir lið 3.-7.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Á fundi bæjarstjórnar 14. október sl. voru gerðar breytingar í menningar- og ferðamálnefnd:

   Sverrir Jörstad Sverrisson, Sunnuvegi 11 kemur inn sem aðalmaður
   Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Hringbraut 75 verður varamaður

  • 2004013 – Menning á tímum Covid 19

   Söfn Hafnarfjarðarbæjar; Byggðasafn Hafnarfjarðar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg, eru lokuð frá og með 8. október til og með 19. október í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid19 faraldursins og öllum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst.

   Starfsfólk mun nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi á meðan og hlakkar til að taka á móti gestum á ný þegar söfnin verða opnuð aftur. Gildistími bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun Bókasafnsins og ekki verða lagðar sektir á safnkost á tímabilinu.

  • 2009625 – Jólaþorpið 2020

   Rætt um framkvæmd jólaþorpsins 2020.

  • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

   Lagt fram erindi frá Gaflaraleikhúsinu.

   Verkefnastjóra er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

  • 2005482 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 5. Kvikmyndahús til Hafnarfjarðar

   Eftirfarandi tillögu ungmennaráðs var vísað til umsagnar og frekari skoðunar hjá menningar- og ferðamálanefnd af bæjarráði þann 4.6.2020: “Ungmennaráð leggur til að leitað verði leiða til að fá kvikmyndahús í Hafnarfjörð.”

   Verkefnastjóri fundaði með ungmennaráði á dögunum og óskaði eftir nánari upplýsingum. Verkefnastjóra falið að gera drög að svarbréfi til bæjarráðs.

  • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

   Lögð fram drög að starfsáætlun í menningar- og ferðamálum fyrir árið 2021.

   Unnið verður í áherslum fyrir árið 2021 á milli funda.

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Tekin til umræðu fjárhagsáætlun 2021.

   Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2021.

Ábendingagátt