Menningar- og ferðamálanefnd

20. janúar 2021 kl. 09:00

á fjarfundi

Fundur 361

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2009625 – Jólaþorpið 2020

      Verkefnastjóri fór yfir framkvæmd jólaþorpsins og kynnti niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal gesta.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar hversu vel til tókst með sóttvarnir og framkvæmd jólaþorpsins og jólaskreytingar í Hellisgerði. Ánægjulegt er hversu margir gestir sóttu jólaþorpið og heimsóttu Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður er í stöðugri sókn til framtíðar og nefndin þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf.

    • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

      Farið yfir drög að dagskrá vetrarhátíðar á höfuðborgarsvæðinu 4.-7. febrúar nk.

      Áhersla verður lögð á útilistaverk, menningarmerkingar, ljóslistaverk og í undirbúningi er að halda bílabíó í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.

    • 2011479 – Bæjarlistamaður 2021

      Auglýst hefur verið eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni 2021. Skilafrestur tilnefninga er til og með 1. febrúar 2021.

      Nefndin hvetur bæjarbúa til þess að koma með ábendingar að bæjarlistamanni 2021.

    • 2011480 – Menningarstyrkir 2021

      Auglýst hefur verið eftir umsóknum um menningarstyrki vegna verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021.

      Nefndin hvetur listafólk til þess að sækja um vegna fjölbreyttra menningarverkefna.

    • 2101305 – Sumarviðburðir 2021

      Rætt um viðburði í sumar

      Umræða um fjölbreytt viðburðahald í bænum í sumar. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 16.12.2020 var óskað eftir umsögn menningar- og ferðamálanefndar um trjáræktarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Unnið verður að umsögn á milli funda nefndarinnar.

    • 2012316 – Listaverk, samstarf, hugmynd

      Lagt fram erindi frá Guðmundi R. Lúðvíkssyni sem bæjarráð vísaði til umsagnar hjá menningar- og ferðamálanefnd.

      Erindinu er vísað til umræðu um menningarstyrki.

Ábendingagátt