Menningar- og ferðamálanefnd

3. febrúar 2021 kl. 09:00

á fjarfundi

Fundur 362

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

 1. Almenn erindi

  • 2011479 – Bæjarlistamaður 2021

   Ábendingar bæjarbúa vegna tilnefningar bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2021 lagðar fram.

   Farið yfir innsendar ábendingar og ákvörðun frestað til næsta fundar.

  • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

   Dagskrá Vetrarhátíðar í Hafnarfirði 4.-7. febrúar lögð fram.

   Menningar- og ferðamálanefnd fagnar spennandi dagskrá á vetrarhátíð og þakkar starfsfólki bæjarins fyrir að hafa aðlagað viðburðina að breyttum tímum. Íbúar og gestir geta notið listar á sínum eigin forsendum til dæmis með því að fara í snjallleiðsögn um útilistarverk. Þá fagnar menningar- og ferðamálanefnd sérstökum vef Hafnarborgar þar sem öll útilistaverk hafa verið sett upp á kort þar sem hægt er að fræðast um hvert og eitt.

  • 2102013 – Bjartir dagar 2021

   Farið yfir undirbúning að Björtum dögum 21.-25. apríl.

   Verkefnastjóra falið að vinna að undirbúningi Bjartra daga.

Ábendingagátt