Menningar- og ferðamálanefnd

8. mars 2021 kl. 14:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 364

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri
  1. Almenn erindi

    • 2101305 – Sumarviðburðir 2021

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að auglýsa eftir rekstaraðila i Oddrúnarbæ í Hellisgerði og nærliggjandi umhverfi þess í sumar. Leitast verði við að verkefnið auki sýnileika og mannlíf í bæjarfélaginu og verði í tengingu við miðbæ Hafnarfjarðar.

    • 1912180 – Reykjavík loves, samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

      Lögð fram drög að framlengdum samstarfssamningi um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu til eins árs.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir framlengdan samstarfssamning fyrir sitt leyti.

    Umsóknir

    • 2011480 – Menningarstyrkir 2021

      Tillaga að úthlutun menningarstyrkja í fyrri úthlutun ársins 2021 samþykkt.

      Leikfélag Hafnarfjarðar, Leikarinn sem skapandi listamaður 150.000 kr.
      Selma Hafsteinsdóttir, Tónafljóð í Hellisgerði 100.000 kr.
      Soffía Sæmundsdóttir, Vorsýning @ Soffía vinnustofa & gallerí 75.000 kr.
      Ragnar Már Jónsson, Bossa Nova Tríó Ragga Jóns – tónleikar 200.000 kr.
      Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Dúettinn Lygna sækir íbúa Sólvangs og Hrafnistu heim. 150.000 kr.
      Inga Björk Ingadóttir, Straumur – Inga Björk & hljómsveit 205.000 kr.
      Hringleikur – sirkuslistafélag, Sumarsirkus Hringleiks 2021 180.000 kr.
      Andrés Þór Gunnlaugsson, Síðdegistónar í Hafnarborg veturinn 2021- 2022 250.000 kr.
      Anna María Cornette, Valdefling kvenna í fjölmenningarsamfélagi í gegnum listferðalag milli byggðarlaga (Hafnarfjarðarhluti) 400.000 kr.
      Fimleikafélagið Björk, 70 ára afmæli félagsins- Sögusýning og viðburðir 200.000 kr.
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Það er bjart framundan 180.000 kr.
      Brynhildur Auðbjargardóttir, Til hamingju með afmælið Kór Öldutúnsskóla! Barnarómur í 55 ár. 250.000 kr.
      Rebekka Sif Stefánsdóttir, Ljúfir tónar vítt um bæinn 160.000 kr.
      Guðmundur R Lúðvíksson, Óskastund í Hafnarfirði 400.000 kr.

      Alls úthlutað 2.900.000 kr.

Ábendingagátt