Menningar- og ferðamálanefnd

27. maí 2021 kl. 09:00

í Bungalow, Vesturgötu 32

Fundur 370

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2105401 – Byggðasafn, opnun nýrra sýninga

      Björn Pétursson bæjarminjavörður kynnti nýja þemasýningu í Pakkhúsi Byggðasafnsins og ljósmyndasýningu við Strandstíginn.

      Nefndin fagnar nýrri þemasýningu í Byggðasafninu um kaupmanninn á horninu og tekur vel í tillögu bæjarminjavarðar um að mála merki verslunar Jóns Mathiesen á gaflinn á Strandgötu 4, hús Jóns Math. Þá fagnar nefndin nýrri ljósmyndasýningu um Bæjarútgerðina við Strandstíginn og möguleikanum að hægt sé að horfa á kvikmynd með ítarefni um sögu Bæjarútgerðarinnar.

    • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

      Lögð fram dagskrá fyrir menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar.

      Nefndin fagnar frábærum bæjargöngum alla miðvikudaga í sumar og hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt þar sem allir ættu að finna göngu við sitt hæfi.

    • 2001349 – Upplýsingamiðstöð ferðamanna

      Rætt um upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði.

      Verkefnastjóri kynnti átaksverkefni sumarnema við greiningarvinnu varðandi upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hafnarfirði.

      Verkefnastjóra falið í samstarfi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar, Höfuðborgarstofu og ferðaþjónustufyrirtæki að vinna að auknu framboði á ferðum innanbæjar fyrir gesti skemmtiferðaskipa sem eiga viðkomu í Hafnarfjarðarhöfn.

    Umsóknir

    • 2101305 – Sumarviðburðir 2021

      Lagðar fram umsóknir um örstyrki á Björtum dögum – fyrri úthlutun.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja eftirtalin verkefni:

      Anthony Bagaciolupo – Morning coffe concerts in the Shed – 300.000 kr
      Ragnar Már Jónsson – Pop-up viðburðir – 200.000 kr
      Bergrún Íris og Agnes Wild – Þorri og Þura – Fjölskylduviðburður í Hellisgerði – 120.000 kr
      Sigmar Þór Matthíasson – Tónleikar Meridian Metaphor í Bókasafni Hafnarfjarðar – 200.000 kr
      Íshús Hafnarfjarðar – Opið hús á Sjómannadaginn – 150.000 kr
      Margrét Arnardóttir – Pop-up viðburður í þjóðbúningum – 180.000 kr
      Unnur Sara Eldjárn – Frönsk kaffihúsastemning – 200.000 kr
      Inga Björk – Hljómi nú hraunið – 100.000 kr
      María Einarsdóttir – Vertu þitt sannasta sjálf! – 30.000 kr
      Tómas Vigur Magnússon – Gleðja fólk á öllum aldri á ýmsum stöðum – 100.000 kr
      Björn Thoroddsen – Tónleikar í garðinum heima – 300.000 kr

Ábendingagátt