Menningar- og ferðamálanefnd

13. október 2021 kl. 10:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 377

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2110200 – Tilfærsla á útilistaverki

      Lagt fram bréf frá forstöðumanni Hafnarborgar varðandi tilfærslu á útilistaverkinu Árur í höggmyndagarðinum á Víðistaðatúni.

      Menningar- og ferðamálanefnd hefur kynnt sér tillögur forstöðumanns Hafnarborgar og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið

      Minnisblað um fjármögnun markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins lagt fram

      Menningar- og ferðamálanefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1807155 – Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fer yfir vinnu við heildarstefnumótun og tengsl hennar við endurnýjun menningar- og ferðamálastefnu.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna og fagnar þessari nálgun í stefnumótun fyrir Hafnarfjarðarbæ og mun leggja sitt af mörkum í vinnunni framundan.

Ábendingagátt