Menningar- og ferðamálanefnd

25. október 2021 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 378

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

 1. Almenn erindi

  • 2110460 – Ráðhústorg, skautasvell

   Lögð fram tillaga um kaup á skautasvelli.

   Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að fjárfest verði í skautasvelli sem verði opnað um leið og Jólaþorpið í lok nóvember 2021. Undirbúningur, útfærsla og framkvæmd verði á höndum umhverfis- og skipulagssviðs og þjónustu- og þróunarsviðs.

  • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

   Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri kemur til fundarins.

   Þórey Anna Matthíasdóttir vék af fundi kl. 9:45

   Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022.

  • 2108322 – Jólaþorpið 2021

   Rætt um framkvæmd jólaþorpsins.

   Verkefnastjóra falið að auglýsa örstyrki til menningar og lista á aðventunni lausa til umsóknar. Óskað er eftir hvers konar atriðum, upplifun og skemmtun sem auðgað getur jólastemningu í jólabænum Hafnarfirði á aðventunni.

  • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

   Til umræðu.

   Farið yfir áherslur menningar- og ferðamálanefndar í starfsáætlun fyrir árið 2022. Gert er ráð fyrir að forstöðumenn menningarstofnana skili drögum að starfsáætlun til nefndarinnar fyrir 11. nóvember.

Ábendingagátt