Menningar- og ferðamálanefnd

23. nóvember 2021 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 380

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið

      Lögð fram tillaga frá SSH að millskrefi vegna stofnunar áfanga- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði verkefnastjóri til að stýra gerð áfangastaðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið og annarrar stefnumótunar fyrir ferðamál á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við sveitarfélögin og hagsmunaaðila í atvinnulífinu. Verkefnið heyri undir SSH sem skipi stjórn samkvæmt tilnefningum og hvert sveitarfélag tilnefni fulltrúa í stefnuráð fyrir verkefnið.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lagt fram erindi frá Leikfélagi Hafnarfjarðar varðandi húsnæðismál félagsins.

      Verkefnastjóra falið að afla frekari upplýsinga frá Leikfélagi Hafnarfjarðar.

    • 2108322 – Jólaþorpið 2021

      Rætt um framkvæmd jólaþorpsins og farið í vettvangsferð að skoða jólaævintýrið í Hellisgerði.

      Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni um örstyrk í desember:

      Andrés Þór Gunnlaugsson Hátíðarnótt – Aðventutónleikar
      Bergmál Jólaskemmtun
      Anthony Bacigalupo & Ýr Káradóttir Jólin koma á Suðurgötu 9
      Erna Ómarsdóttir Dúótónleikar á aðventunni
      Gunnella Hólmarsdóttir Freyðijól
      Melkorka Assa Arnardóttir Jólafréttir með Finnboga
      Hönnunarhúsið og verslunarmiðstöðin Fjörður Jóla-miðbæjarRATLEIKUR
      Inga María Björgvinsdóttir Kósýkvöld á aðventunni með Ingu Maríu
      Arnar Geir Gústafsson Listahópurinn Kunningjar safnar saman góðum jólaráðum
      Listdansskóli Hafnarfjarðar Dönsum saman inn jólin
      Ágústa Hera Birgisdóttir Pottálfar
      Ragnar Már Jónsson Tónlistarflutningur
      Rebekka Blöndal Jóladjass í Hellisgerði
      Rebekka Sif Stefánsdóttir Jólajazz
      Rósa Guðrún og Andrés Þór Huggulegir jólatónleikar
      María Einarsdóttir Aðventutónleikar með Maríu Viktoríu og Jonna
      Danshópurinn Dass Jóladans

      Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir tilnefningum að best skreyttu húsum bæjarins 2021.

Ábendingagátt