Menningar- og ferðamálanefnd

9. desember 2021 kl. 09:15

á fjarfundi

Fundur 381

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2108322 – Jólaþorpið 2021

   Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins í Hafnarfirði.

   Verkefnastjóri fór yfir fyrstu tvær aðventuhelgarnar í Jólaþorpinu.

  • 2110460 – Skautasvell í miðbæ Hafnarfjarðar

   Rætt um uppsetningu Hjartasvellsins.

   Verkefnastjóri fór yfir undirbúning og uppsetningu á Hjartasvellinu sem verður opnað laugardaginn 11. desember kl. 13. Menningar- og ferðamálanefnd fagnar því að Hafnfirðingar eigi nú loksins sitt eigið skautasvell sem mun tengja enn betur saman Jólaþorpið í miðbænum, veitingahús og verslanir í hjarta Hafnarfjarðar og ljósadýrðina í Hellisgerði sem sló í gegn í fyrra.

  • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

   Farið yfir undirbúning fyrri úthlutunar menningarstyrkja á árinu 2022.

   Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

  • 2112032 – Bæjarlistamaður 2022

   Lögð fram tímaáætlun varðandi val á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2022.

   Drög að auglýsingu samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.

Ábendingagátt