Menningar- og ferðamálanefnd

13. janúar 2022 kl. 09:15

á fjarfundi

Fundur 382

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Kynningar

    • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

      Arnar Pálsson, ráðgjafi frá Arcur mætir til fundarins og fer yfir vinnu varðandi heildstæða stefnumótun fyrir Hafnarfjarðarbæ.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Arnari fyrir góða kynningu. Mótun áherslna til næstu ára teknar til umræðu.

    Almenn erindi

    • 2201205 – Húsverndunarsjóður 2022

      Breytingar við reglugerð húsafriðunarsjóðs Hafnarfjarðar lagðar fram til samþykktar. Björn Pétursson bæjarminjavörður mætir á fundinn.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir reglurnar og fagnar því að húsverndunarsjóður hefur verið endurvakinn. Forstöðumanni Byggðasafnsins falið að auglýsa eftir styrkumsóknum.

    • 2108322 – Jólaþorpið 2021

      Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir yfirferð um framkvæmd jólaþorpsins, jólaævintýrisins í Hellisgerði og uppsetningu Hjartasvellsins í miðbæ Hafnarfjarðar. Nefndin þakkar starfsfólki bæjarins fyrir gott utanumhald um skipulag og uppsetningu jólabæjarins. Það er jákvætt að sjá að Hafnarfjörður sem áfangastaður í desember stækkar með hverju árinu og hefur fest sig í sessi sem viðkomustaður heimamanna og ferðamanna á aðventunni.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Tekið fyrir

      Unnið verður í áherslum þessa árs á milli funda.

    • 2112252 – Útisafn, víkingaþema

      Lagt fram erindi frá Theodór Hanssyni varðandi víkingasafnið Hringborg.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir kynningu frá Theodóri á næsta fundi nefndarinnar.

    • 2112175 – Vegglistaverk

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar umsagnar menningar- og ferðamálanefndar um erindi Juan Pictures slf. vegna vegglistaverka og listsköpunar með börnum.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur verkefnastjóra að ræða við Juan Pictures um mögulegt samstarf.

Ábendingagátt