Menningar- og ferðamálanefnd

26. janúar 2022 kl. 09:15

á fjarfundi

Fundur 383

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 2004013 – Menning á tímum Covid 19

   Safnanótt og sundlauganótt hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkanna en Hafnarfjarðarbær tekur þátt í Vetrarhátíð með ljósalist og nokkrum viðburðum.

   Menningar- og ferðamálanefnd þakkar starfsfólki bæjarins fyrir frjóar og skapandi lausnir í viðburða- og sýningarhaldi á tímum samkomutakmarkanna.

  • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

   Lögð fram drög að starfsáætlun menningarstofnana fyrir árið 2022

   Nefndin samþykkir starfsáætlun í menningar- og ferðamálum fyrir árið 2022.

  • 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun, heimsmarkmið

   Mótun áherslna til næstu ára teknar til frekari umræðu.

   Umræða um vinnu við heildarstefnumótun og frekari vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í menningar- og ferðamálum.

Ábendingagátt