Menningar- og ferðamálanefnd

10. mars 2022 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 386

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Klara Ósk Elíasdóttir kynnti skýrslu um Skapandi sumarstörf 2021.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar verkefnastýru skapandi sumarstarfa fyrir góða kynningu. Jákvætt er að sjá unga hafnfirska listamenn blómstra í skapandi sumarstörfum.

    • 2201205 – Húsverndarsjóður 2022

      Lögð fram tillaga að úthlutun úr húsverndarsjóði 2022 til samþykktar. Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar kemur til fundarins.

      Tillaga forstöðumanns Byggðasafns Hafnarfjarðar að úthlutun úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar 2022 samþykkt:

      Þóra B Sigurgeirsdóttir, Brekkugata 11, 600.000 kr.
      Bjarni Hrafnkelsson, Skúlaskeið 5, 400.000 kr.
      Þórarinn Þórhallsson, Smyrlahraun 6, 300.000 kr.
      Hildur Ýr Jónsdóttir, Hverfisgata 31, 300.000 kr.
      Olgeir Pétursson, Brunnstígur 5, 400.000 kr.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Rætt um dagskrá Bjartra daga 2022.

      Verkefnastjóra falið að undirbúa dagskrá Bjartra daga.

    • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

      Drög að samstarfssamningum vegna menningarstyrkja 2022 lögð fram til samþykktar.

      Menningar- og ferðamálanefnd vísar samstarfssamningunum til staðfestingar í bæjarráði.

Ábendingagátt