Menningar- og ferðamálanefnd

24. mars 2022 kl. 10:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 387

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri
  1. Almenn erindi

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið

      Björn H. Reynisson verkefnastjóri áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið kemur til fundarins að ræða áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Birni fyrir kynninguna og fagnar góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu innan SHH í stefnumótun og uppbyggingu í ferðamálum á svæðinu í góðu samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu.

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Andri Ómarsson verkefnastjóri kynnti niðurstöður úr skoðanakönnun meðal bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar um útivistarsvæðin í bænum.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir góða kynningu og góða þátttöku bæjarbúa í könnuninni. Niðurstöður könnuninnar munu nýtast vel í stefnumótunarvinnu framundan.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Á fundi bæjarráðs þann 17. mars sl. voru lögð fram minnisblöð, meðal annars greining á áhrifum samkomutakmarkanna á á menningarlíf og menningarhús bæjarins. Bæjarráð fól sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs að vinna tillögur að mótvægisaðgerðum eftir því sem við á og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Bæjarráð lagði auk þess til að 5 milljónum króna verði veitt í menningarviðburði og starf til stuðnings menningar- og listalífs bæjarins í kjölfar heimsfaraldurs og vísaði til viðaukagerðar.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar auknum fjárveitingum til menningarmála.

    • 2112175 – Vegglistaverk

      Lögð fram tillaga frá Juan Pictures Art að vegglistaverki á húsgafl Strandgötu 4.

      Formanni menningar- og ferðamálanefndar og verkefnastjóra falið að funda með Juan Pictures Art.

Ábendingagátt