Menningar- og ferðamálanefnd

22. júní 2022 kl. 11:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 391

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2205659 – Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 8. júní sl. voru eftirfarandi kjörnir til setu í menningar- og ferðamálanefnd:

      Aðalfulltrúi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Hraunbrún 48 D
      Aðalfulltrúi Jón Atli Magnússon Norðurvangi 6 B
      Aðalfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson Eskivöllum 5 S

      Varafulltrúi Hugi Halldórsson Klukkubergi 6 D
      Varafulltrúi Alexander Árnason Háholti 10 B
      Varafulltrúi Helga Björg Gísladóttir Breiðvangi 49 S

      Lagt fram.

      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir verður formaður og Jón Atli Magnússon varaformaður.

    • 2206164 – Tónlistarskóli og leikhús

      Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 8. júní sl. eftirfarandi tillögu til menningar- og ferðamálanefndar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að:
      b) Hefja vinnu við að finna hentugt húsnæði til framtíðar fyrir atvinnuleikhús í bænum.”

      Lagt fram og verkefnastjóra falið að taka þátt í samráði við hagsmunaðila og greina þarfir.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Verkefnastjóri fór yfir starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022 og kynnti starfsemi menningarstofnana bæjarins.

    • 2206311 – Áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

      Lögð fram ósk frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um forgangsröðuð verkefni í áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.

      Verkefnastjóra falið að taka saman minnisblað um hugsanlega staði sem koma til greina í áfangastaðaáætlun.

    • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

      Auglýst verður eftir umsóknum um menningarstyrki í síðari úthlutun ársins 2022 í ágúst.

      Umsóknarfrestur verður til 13. september og úthlutun á að vera lokið fyrir 1. október. Verkefnastjóra falið að vinna að málinu.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

      Ársskýrsla Gaflaraleikhússins 2021-2022 lögð fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt