Menningar- og ferðamálanefnd

17. ágúst 2022 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 392

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Jón Atli Magnússon aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

   Auglýst hefur verið eftir umsóknum um menningarstyrki í seinni úthlutun ársins 2022.

   Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í síðari úthlutun menningarstyrkja er til og með 13. september nk.

  • 2204293 – Minnisvarði um Hallstein Hinriksson og mikið íþróttastarf hans í Hafnarfirði

   Umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar um minnisvarða um Hallstein Hinriksson lögð fram.

   Menningar- og ferðamálanefnd tekur undir sjónarmið Byggðasafns Hafnarfjarðar og hvetur afkomendur Hallsteins til þess að hafa forgöngu um uppsetningu á minnisvarða um hann. Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrki til menningar- og ferðamálanefndar og bæjarráðs tvisvar sinnum á ári.

  • 2112175 – Vegglistaverk

   Lögð fram tillaga frá Juan Pictures Art að vegglistaverki á húsgafl Bókasafns Hafnarfjarðar, Strandgötu 1.

   Verkefnastjóra falið að vinna áfram í málinu.

  • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

   Ný og uppfærð ferðamannakort af Hafnarfirði á íslensku og ensku lögð fram til kynningar.

   Meðal annars er hægt að nálgast kortin í upplýsingamiðstöð ferðamanna, sundlaugum og menningarstofnunum bæjarins.

Ábendingagátt