Menningar- og ferðamálanefnd

31. ágúst 2022 kl. 09:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 393

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1809066 – Menningar- og ferðamálanefnd, heimsókn í Byggðasafn

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns kynnti starfsemi Byggðasafnsins og farið var í vettvangsferð á sýningu safnsins í Pakkhúsinu.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkkar Birni kærlega fyrir kynninguna og góðar mótttökur.

    • 2112175 – Vegglistaverk

      Rætt um tillögu frá Juan Pictures Art að vegglistaverki á húsgafl Bókasafns Hafnarfjarðar.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir tillögu að vegglistaverki frá Juan Pictures Art á vesturgafl Bókasafns Hafnarfjarðar í tilefni af 100 ára afmæli safnsins í október nk.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Rætt um boðun opins hugarflæðifundar um menningarmál í Hafnarfirði 28. september nk.

      Verkefnastjóra falið að boða menningarmót í Hafnarborg 28. september nk. kl. 8:30-11:30 til þess að vinna að frekari markmiðasetningu og mótun aðgerðaáætlunar í menningarmálum í Hafnarfirði.

    • 2206311 – Áfangastaðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

      Lagt fram erindi frá SSH um að ákveðið hefur verið að framlengja frest um skil aðgerðaáætlunar í áfangastaðaáætlun til 25. nóvember næstkomandi.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt