Menningar- og ferðamálanefnd

11. desember 2007 kl. 08:30

á Vesturgötu 8

Fundur 96

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB060701 – Bókasafnsreitur.

   Óskað umsagnar nefndar á skipulagsforsögn skipulags- og byggingasviðs.

   Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í þær hugmyndir sem koma fram í skipulagsforsögn um stækkun bókasafnsins. Nefndin leggur áherslu á að safnið verði stækkað, eins og kostur er, á núverandi stað en með fyrirvara um að gera megi ráð fyrir stækkun á lóð Austurgötu 10. Með því að fullnýta stækkunarmöguleika á bókasafnsreitnum og útibúi t.d. í Vallahverfi er hægt að koma til móts við útreiknaða rýmisþörf.%0DEins og kannanir sýna eru Hafnfirðingar stolltir af bókasafni sínu og ánægðir með starfsemi þess. Menningar- og ferðamálanefnd leggur því áherslu á að safnið fái húsakost sem hæfir starfsemi þess og stærð sveitarfélagsins.%0DEins og fram kemur í áskorun starfsfólks bókasafnsins er brýnt að skoða vel hvernig bílastæðamálum verður háttað á svæðinu. Nefndin tekur undir það.%0D%0DMenningar- og ferðamálanefnd fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað varðandi stækkun bókasafnsins og óskar eftir að fá að fylgjast náið með framhaldi málsins.

  • 0712007 – Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin.

   Óskað eftir að Hafnarfjarðarbær verði einn af styrktaraðilum hátíðarinnar.

   Menningar- og ferðamálanefnd mælir með því að Hafnarfjörður styðji verkefnið og telur eðlilegt að öll sveitarfélög sem reka atvinnuleikhús styrki Grímuhátíðina í hlutfalli við stærð þeirra. %0D%0DErindinu vísað til afgreiðslu Bæjarráðs.

Ábendingagátt