Menningar- og ferðamálanefnd

13. febrúar 2008 kl. 00:00

á Vesturgötu 8

Fundur 99

Ritari

 • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 0802067 – Íshestar/Fjörukrá markaðsstyrkur

   Lögð fram beiðni um markaðsstyrk vegna mikillar markaðssetningar á Hafnarfirði. Beiðni send með tölvupósti 6. febrúar

   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 0710071 – Jólaþorpið í Hafnarfirði

   Lögð fram skýrsla um framkvæmd jólaþorpsins 2007.

   Skýrslan rædd.

  • 0802001 – Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun

   Á fundinum verður kynnt framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum.

   Áætlun lögð fram.

  • 0801221 – Afmælisár, viðburðir.

   Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar bókað:%0D%0DÁ fundi menningar- og ferðamálanefndar þann 16. janúar sl. óskaði fulltrúi sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálanefnd eftir upplýsingum um með hvaða hætti viðburðir á 100 ára afmælisári tengjast verkefnum menningar- og ferðamálanefndar, hvaða verkefni yfirstjórn bæjarins gerir ráð fyrir að menningar- og ferðamálafulltrúi sinni á afmælisári og áætlun sömu aðila um hversu mikinn tíma menningar- og ferðamálafulltrúinn þarf að áætla í þau verkefni.%0D%0DFyrirspurninni svarar sviðsstjóri Fjölskylduráðs, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson í bréfi dagsettu 25. janúar sl. Svarið hljóðar svo:%0D%0D“Viðburðir afmælisárs tengjast menningar- og ferðamálanefnd ekki, sérstök afmælisnefnd var sett á laggirnar. …Flokkarnir tilnefndu fulltrúa í viðburðanefndina og bæjarstjóri bað nokkra embættismenn um að taka sæti í nefndinni þar á meðal menningar- og ferðamálafulltrúa. Þá fór bæjarstjóri yfir umfang afmælis á sérstökum fundi með menningar- og ferðamálafulltrúa síðastliðið sumar og óskaði eftir að hann yrði einn af starfsmönnum afmælis. Það er ljóst að umfang afmælis er mikið og að töluverður tími menningar- og ferðamálafulltrúa fer í undirbúning og utanumhald viðburða…” %0D%0DAf svarbréfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs má ráða að verkefni afmælisárs komi menningar- og ferðamálanefnd í engu við þrátt fyrir að starfsmaður nefndarinnar, menningar- og ferðamálafulltrúi, sé einn starfsmanna afmælishátíðarinnar og þurfi að verja ,,töluverðum“ starfstíma sínum á árinu í verkefni afmælisnefndar. Þetta svar orkar tvímælis og svarar í engu fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 16. janúar sl.%0D%0DMenningar- og ferðamálanefnd starfar samkvæmt starfs- og verkefnaáætlun sem studd er af fjárhagsáætlun 2008. Í drögum að starfsáætlun sem kynnt var fyrir nefndarmönnum er gert ráð fyrir sambærilegum fjölda verkefna og 2007 og ekki gert ráð fyrir að menningar- og ferðamálafulltrúi eyði ,,töluverðum“ tíma í önnur verkefni en þau sem eru í áætlun nefndarinnar. Ljóst er að þau verkefni sem skrifstofa menningar- og ferðamála sinnir á hverju ári eru meira en nóg fyrir þá tvo starfsmenn sem þar starfa og ljóst að ef sinna á þessum tveimur málaflokkum eins og áætlanir gera ráð fyrir, þarf annað hvort að fækka verkefnum eða ráða fleira starfsfólk til þess að framkvæma þau. %0D%0DFulltrúi sjálfstæðisflokks í menningar- og ferðamálanefnd ítrekar því fyrri fyrirspurn og óskar eftir nákvæmari svörum við því hversu miklum tíma menningar- og ferðamálafulltrúa er ætlað að vinna að öðrum verkefnum en starfsáætlun nefndarinnar gerir ráð fyrir, og að gerð verði grein fyrir því hvaða áhrif það muni hafa á starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar fyrir árið 2008. %0D%0D%0D%0DMaría Kristín Gylfadóttir (sign)%0D%0D

Ábendingagátt