Miðbæjarnefnd

30. janúar 2008 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 73

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir fundarritari
  1. Almenn erindi

    • 0801344 – Þróunaráætlun miðbæjarins

      Anna Kristín Jóhannesdóttir kynnti tilboð Bjarna Reynarssonar að úttekt á stöðu og æskilegri þróun miðbæjar Hafnarfjarðar.

      Sviðsstjóra falið að boða Bjarna Reynarsson á næsta fund nefndarinnar sem er 13.febr. nk.

    • 0712172 – Linnetstigur 1, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum 10. janúar sl. fyrirspurn Ingvars Guðmundssonar um byggingu að Linnetstíg 1 til umsagnar hjá miðbæjarnefnd. Umsögn nefndarinnar er eftirfarandi.

      Miðbæjarnefnd leggur áherslu á að hæð hússins sé innan skilmála og fari ekki upp fyrir önnur hús, byggingin sé innan byggingareits og að engar útbyggingar t.d. svalir fari út fyrir byggingareit og að starfsemi hússins verði innan lóðar. %0DGætt sé samræmis í útliti við önnur hús á svæðinu. %0DMikilvægt er að bygging þessi hamli ekki skipulagi á R2 reitnum.

    • 0801350 – Fegrun miðbæjarins í tilefni 100 ára afmælisins

      Miðbæjarnefnd leggur eftirfarandi til:

      Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar leggur miðbæjarnefnd sérstaka áherslu á fegrun miðbæjarins. T.d. að steypustólpar á Strandgötunni verði fjarlægðir og önnur lausn fundinn, ker á Fjarðargötu fái upphaflegan tilgang, miðbærinn verði þrifalegur og blómum prýddur.

Ábendingagátt