Miðbæjarnefnd

14. maí 2008 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 79

Ritari

  • Anna Sigurborg Ólafsdóttir þjónustu- og þróunarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0801350 – 100 ára afmælið, fegrun miðbæjarins

      Rætt um aukna tíðni veggjakrots í bænum, sérstaklega á miðbæjarsvæðinu og mögulegar leiðir til úrbóta. Jafnframt rætt um að borið hefur á að auð svæði í miðbænum séu notuð undir rusl.

      Miðbæjarnefnd leggur áherslu á að allir hagsmunaaðilar á svæðinu leggi sitt af mörkum til að halda bænum hreinum og snyrtilegum og taki þátt í að sporna við því að slík skemmdaverk sem veggjakrot er, eigi sér stað eða fái að standa óáreitt. Er lagt til að framkvæmdasvið bæjarins veiti aðilum á svæðinu aðstoð við hreinsun sé eftir því leitað. %0D%0DAð undanförnu hefur einnig borið á því að auð svæði í miðbænum séu notuð í þeim tilgangi að geyma rusl. Harmar miðbæjarnefnd að slíkt skuli eiga sér stað í hjarta bæjarins og beinir því til framkvæmdasviðs bæjarins að brugðist verði við tafarlaust með viðeigandi hætti.%0D

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð vísar drögum að skipulagsforsögn til umsagnar miðbæjarnefndar.

      Anna Sofía Kristjánsdóttir, arkitekt á skipulags- og byggingasviði kom og kynnti skipulagsforsögnina. Þakkar miðbæjarnefnd góða kynningu. Miðbæjarnefnd óskar eftir að fá frest til að veita umsögn til næsta fundar nefndarinnar sem verður þann 20. maí n.k.

    • 0805092 – Samstarf við hagsmunasamtök verslunar- og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar

      Rætt var um nýstofnuð samtök verslunar- og þjónustuaðila á miðbæjarsvæðinu (Miðbæjarsamtökin). Fagnar nefndin því að loksins hafi samtökin verið endurvakin og vonast eftir farsælu samstarfi þeirra og bæjarins í nútíð og framtíð, með það að markmiði að efla og styrkja enn frekar verslun og þjónustu á svæðinu. Leggur nefndin áherslu á mikilvægi þess tryggt sé virkt samráð við samtök hagsmunaaðila á svæðinu á sem flestum sviðum, s.s. í tengslum við stefnumótun fyrir svæðið í heild eða einstök verkefni.%0D%0D

    • 0805107 – Bókun fulltrúa sjálfstæðisflokksins

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar eftir upplýsingum um hvaða samningar hafa verið gerðir við einstaklinga eða fyrirtæki vegna vinnu við nýja þróunaráætlun miðbæjar Hafnarfjarðar. Lagðar hafa verið fram verðhugmyndir sem miðbæjarnefnd hefur aldrei tekið afstöðu til eða samþykkt þótt vinna sé hafin. Ekki hefur heldur komið fram að formleg samþykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar liggi fyrir.%0D%0DSkriflegt svar óskast.%0D%0D

Ábendingagátt