Miðbæjarnefnd

20. maí 2008 kl. 12:00

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 80

Ritari

  • Anna Sigurborg Ólafsdóttir þjónustu- og þróunarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Erindi skipulags- og byggingaráðs er varðar umsögn miðbæjarnefndar á skipulagsforsögn tekið upp að nýju.

      Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:%0DLögð er áhersla á að í skipulagsforsögn svæðisins sé skýrt kveðið á um að skipulag og byggingar skuli samrýmast nærliggjandi byggð, svo sem hvað snertir stærð, hæð, form og ytra útlit tilvonandi bygginga. Jafnframt verði sérstök áhersla á að í forsögninni sé kveðið á um að ný byggð á svæðinu verði skipulögð með það að leiðarljósi að hún skapi opnari sýn frá miðbænum að byggðinni fyrir ofan og að hamrinum, sem hingað til hefur að töluverðu leyti verið byrgð af núverandi byggingu á lóðinni.%0D%0DBókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:%0DFulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur áherslu á að hugmyndasamkeppni um skipulag á Dvergsreitnum við Lækjargötu 2 fari fram án þess að nákvæm forsögn að deiliskipulagi liggi fyrir. Mikilvægt er að setja þátttakendum ekki of þröngar skorður um nýtingu lóðarinnar en fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir þéttri íbúabyggð. Afar mikilvægt er að skipulag lóðarinnar verði vandað vel, uppbygging falli sem allra best að umhverfinu og styrki um leið miðbæ Hafnarfjarðar.%0D%0D

Ábendingagátt