Miðbæjarnefnd

28. maí 2008 kl. 08:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 81

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 0805107 – Sjálfstæðisflokkur, bókun fulltrúa

      Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir að setja fram eftirfarandi bókun:

      Lagt fram svar fulltrúa Samfylkingarinnar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 14. maí sl.:%0D %0DÍ fjárhagsáætlun 2007 er gert ráð fyrir að þróunaráætlun miðbæjarins sé greidd af liðnum skipulagsrannsóknir sem sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs ber ábyrgð á. Í samræmi við það gerði sviðsstjórinn samning við Bjarna Reynarsson í samræmi við verkáætlun sem miðbæjarnefnd samþykkti á fundi sínum þann 12. mars sl. Hér er því ekki um verk að ræða sem leggja á til samþykktar hjá bæjarráði og bæjarstjórn enda gert ráð fyrir fjárveitingu á fjárhagsáætlun 2007.%0D%0D %0D%0D

    • 0801344 – Miðbær, þróunaráætlun

      Bjarni Reynarsson kom til fundarins og fór yfir stöðu verkefna við vinnu þróunaráætlunar miðbæjarins.

    • 0805273 – Klukkuskífur í miðbæ Hafnarfjarðar

      Miðbæjarnefnd óskar eftir því að kannaðar verði leiðir til að auka nýtingu á bílastæðum við Strandgötuna f. verslun og þjónustu. Skoðaðar verði mismunandi leiðir s.s. Klukkuskífur (Akureyri) og gjaldmælar.

Ábendingagátt