Miðbæjarnefnd

11. júní 2008 kl. 00:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 82

Ritari

  • Anna Sigurborg Ólafsdóttir þjónustu- og þróunarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 0806063 – Merkingar söguminja í miðbæ Hafnarfjarðar

      Rætt var um merkingar söguminja í Hafnarfirði.

      Miðbæjarnefnd leggur til að hafin verði vinna við undirbúning að merkingu söguminja í miðbæ bæjarins. Nefndin óskar eftir að undirbúningurinn verði unnin í samstarfi við menningar-og ferðmálanefnd, miðbæjarsamtökin og bæjarminjavörð.

    • 0806062 – Aðgengi fatlaðra í miðbæ Hafnarfjarðar

      Félagsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir því að verslunareigendur tryggi aðgengi hreyfihamlaðra og veitt þeim sem teljast uppfylla kröfur um slíkt sérstaka vottun. Rætt var um hver staðan væri í Hafnarfirði.

      Miðbæjarnefnd óskar eftir fundi með formanni miðbæjarsamtakanna til að fara yfir stöðu mála.

Ábendingagátt