Íþrótta- og tómstundanefnd

27. september 2022 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 357

Mætt til fundar

 • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Einar Gauti Jóhannsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar lagt fram.

   Erindisbréfið er frá 2012 en þá var íþrótta- og tómstundanefnd undir fjölskylduráði. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að erindisbréfið verði endurskoðað.

  • 2209365 – Íþróttafélagið Ösp, ósk um samstarfssamning

   Íþróttafélagið Ösp óskar eftir að gerður sé samstarfssamningur um þjónustu við fatlaða iðkendur sem eru búsettir í Hafnarfirði.

   Íþrótta- og tómstundanefnd synjar erindinu þar sem íþróttafélagið er ekki staðsett í Hafnarfirði.

  • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

   Lagt fram til kynningar erindi Brettafélagsins varðandi húsnæðismál þess sem umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Farið yfir sex mánaða uppgjör vegna rekstrar íþrótta- og tómstundadeilda fyrir árið 2022.

   Farið yfir þjónustusamninga við íþróttafélögin og forsendur fyrir framlagi Hafnarfjarðarbæjar.

   Farið yfir fjárhagsáætlunarvinnu vegna áætlunar 2023 og forsendur fjárhagsáætlana.

  • 2209722 – Afreksmannasjóður

   Samkvæmt reglugerð um afreksmannasjóð ÍBH skal tilnefna tvo fulltrúa úr Íþrótta- og tómstundanefnd í sjóðsstjórn.

   Einar Gauti Jóhannsson og Sigurður P. Sigmundsson valdir til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

  • 2209799 – Frisbegolfvöll í uppland Hafnarfjarðar

   Lagt fram erindi Frisbegolfsambands Íslands um samstarf við Hafnarfjarðarbæ um að leggja nýjan 18 holu frisbevöll í landi Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn.

   Erindið barst stýrihóp um heilsubæinn Hafnarfjörð á vormánuðum. Stýrihópurinn tók vel í erindið og fól Geir Bjarnasyni formanni hópsins og Ingibjörgu Sigurðardóttur garðyrkjustjóra að ræða við forvarsmenn félagsins.

   Íþrótta- og tómstundanefnd lýst vel á þessa hugmynd og styður að þetta verði skoðað nánar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt