Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Lóninu Linnetsstíg 3
Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Helga Guðrún Ásgeirsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.
Rætt um fyrirkomulag Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar ársins í ár.
Íþróttabandalaginu falið að leita til íþróttafélaga eftir viðeigandi upplýsingum og tilnefningum um íþróttakonu og íþróttamann Hafnarfjarðar 2022.
Hátíðin verður haldin þriðjudaginn 27. desember í íþróttahúsinu Strandgötu.
Frjálsíþróttadeild FH stefnir að því að halda 10 km götuhlaup í Hafnarfirði næsta sumar í byrjun júní og óskar eftir stuðningi og samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við verkefnið.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í beiðni frjálsíþróttadeildar FH um aðstoð Hafnarfjarðarbæjar við framkvæmd 10 km götuhlaups í júní 2023. Nefndin leggur til að þjónustumiðsstöð bæjarins verði falið að sjá um útvegun og flutning á búnaði sem þarf til hlauphaldsins. Þá hlutist bærinn til um að götum verði lokað á þeim tíma sem hlaupið fer fram.
Rekstrarsamningur við Keili rennur út um næstu áramót. Þeir hafa óskað eftir því að taka upp samninginn og hefja viðræður við Hafnarfjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa að hefja viðræður við Keili.
Lagt fram erindi Golfklúbbsins Keili varðandi 80% kostnaðarþátttöku bæjarins vegna stækkunar á áhaldahúsi.
Umrætt mannvirki er ekki ofarlega á forgangslista Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær hefur unnið í takt við þann lista vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja. Framundan eru stór verkefni uppbyggingar með Sörla og Haukum og í kjölfar þeirra er stefnt að því að vinna með Brettafélaginu að uppbyggingu húsnæðis.
Hinsvegar er Hafnarfjarðarbær með samning við Keili um viðhald og umhirðu grasvalla bæjarins. Umrætt húsnæði er til að hýsa þau tæki sem notuð eru við það verk. Endurnýjun á þeim samningi er í vinnslu. Því er mælt með að framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbæjar skoði nánar hvernig möguleg aðkoma Hafnarfjarðarbæjar gæti verið að uppbyggingu þessa húsnæðis til lengri tíma.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar varðandi erindi Skátafélagsins Hraunbúa um uppbyggingu á nýjum skátaskála í Hverahlíð við Kleifarvatn.
Gildi þess að skátar hafi aðgang að skála í upplandi Hafnarfjarðarbæjar er ótvírætt fyrir skátastarfið. Framundan eru stór verkefni uppbyggingar íþróttamannvirkja Hafnarfjarðarbæjar með Sörla og Haukum og í kjölfar þeirra er stefnt að því að vinna með Brettafélaginu að uppbyggingu húsnæðis. Það er mat nefndarinnar að klára þurfi umræddar framkvæmdir að mestu áður en hafist er handa með skátum að byggingu skála.
Skátar eru ekki hluti af uppbyggingarforgangslista Íþróttabandalags Hafnarfjarðar en á honum eru óskir íþróttafélaga um byggingu íþróttamannvirkja lögð fram annað hvert ár auk þess er biðtími uppbyggingarverkefna mörg ár.
Í svona skála mun aðallega fara fram barna- og unglingastarf. Hafnarfjarðarbær á að koma að þessari skálabyggingu með skátum en semja þarf um hver aðkoma Hafnarfjarðarbæjar er hverju sinni. Að sama skapi þarf að semja um hvernig skráð eignarhald verði á viðkomandi mannvirki. Verði samið við Skátafélagið Hraunbúa þarf að huga að því að annað félagsstarf í Hafnarfirði s.s. á vegum skóla og félagsmiðstöðva hafi aðgang að viðkomandi skála fyrir sína félagsstarfsemi rétt eins og mismunandi íþróttafélög deila íþróttamannvirkjum bæjarins.
Umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar um húsnæðismál Brettafélagsins.
Nefndin fór í heimsókn í húsnæði félagsins og kynnti sér aðstöðuna. Að sögn forsvarsmanna félagsins hafa einstaklingar sem dveljast í skrifstofu, móttöku og upphitunasal fengið ýmis einkenni vegna slæmrar loftgæða og trúlega myglu. Um er að ræða bæði starfsmenn, foreldra og iðkendur. Fyrir liggja athugasemdir heilbrigðiseftirlits um húsnæðið sem að mati fulltrúa félagsins hefur ekki verið brugðist við af hendi Hafnarfjarðarbæjar og því megi búast við að húsnæðinu verði lokað.
Nefndin tekur undir beiðni félagsins um að finna leið til að bæta húsnæðismál félagsins tímabundið en minnir á að samkvæmt forgangslista Íþróttabandalags Hafnarfjarðar ætti að hefja vinnu við framtíðarhúsnæðisáform fyrir félagið sem fyrst. Bæjarráð hefur ákveðið að hefja vinnu með félaginu að lausnum á húsnæðisvanda félagsins.
Mælt með að fengnir verði aðilar á vegum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar til að meta loftgæði í íþróttasal félagsins og meta betur notkunarmöguleika hans.
Niðurstöður foreldrakönnunar 2022 lagðar fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar að meirihluti foreldra séu ánægð með störf frístundaheimila. Nefndin beinir einnig til forstöðumanna frístundaheimila að taka tillit til umsagna sem foreldrar veittu og bæta þau atriði sem snýr að þeim.
Ársskýrsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar lögð fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar ítarlegri og góðri ársskýrslu Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir árið 2022. Í skýrslunni má sjá hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir unglinga og ekki síður fyrir hin ýmsu félög í bæjarfélaginu sem notið hafa vinnuframlags án endurgjalds. Mikilvægt að haldið verði áfram á þessari braut árið 2023.
Lögð fram drög að erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðir Bláfjallasvæðisins nr. 401, 405 og 406 lagðar fram og rekstrar- og fjárfestingaráætlun næsta árs.
Nýjasta fundargerð ÍBH lögð fram og kynnt.
Nýjustu fundargerðir ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram og kynntar.