Íþrótta- og tómstundanefnd

20. desember 2022 kl. 14:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 363

Mætt til fundar

  • Einar Gauti Jóhannsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Díana Björk Olsen varamaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Arnfríður Arnardóttir staðgengill formanns ÍBH og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Arnfríður Arnardóttir staðgengill formanns ÍBH og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 22111161 – ÍBH, þjónustusamningar - endurskoðun fylgiskjala 1 og 2

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir að fylgiskjöl 1 og 2 vegna þjónustusamninga verði endurskoðuð. Í þeim er fjallað um fjölda skráðra iðkenda og í hvaða fjárstuðningsflokki félögin lenda.

      Drög að breytingum lögð fram til kynningar varðandi áhrif fjölda iðkenda á framlag Hafnarfjarðarbæjar.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Ekki er samræmi milli erindisbréfa ÍTH og fræðsluráðs, þörf er á endurskoðun og samræmingu á erindisbréfi ÍTH að erindisbréfi fræðsluráðs.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur fulltrúum á mennta- og lýðheilsusviði að vinna drög að uppfærðu erindisbréfi í samræmi við umræður á fundinum.

    • 22091200 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2022

      Farið yfir drög að dagskrá hátíðarinnar sem er 27. desember í íþróttahúsinu Strandgötu kl. 18:00.

    • 2210110 – Golfklúbburinn Keilir, endurnýjun rekstrarsamnings

      Rekstrarsamningur við Keili rennur út um áramót um rekstur.

      Samningur um slátt og viðhalda grasvalla við Keili rennur út um áramót.

      Unnið er að gerð samnings um byggingu áhaldageymslu með Keili eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að hefja viðræður um rekstrarsamninginn við Keili og leita eftir áherslum þeirra.

    • 2212266 – Aðstaða í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í grunnskólum

      Fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar óskar eftir því að aðstaða félagsmiðstöðva og frístundaheimila í grunnskólum bæjarins verði skoðuð og borin saman.

      Erindi frestað.

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögum að breytingum Sundhallarinnar til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir næsta fund ráðsins 11. janúar.

      Lagt fram til kynningar ásamt athugasemdum um fyrirhugaðar breytingar frá forstöðumanni sundstaða Hafnarfjarðar.

    Fundargerðir

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Fundargerðir Bláfjallasvæðisins nr. 407 og 408 lagðar fram.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjasta fundargerð ungmennaráðs lögð fram.

Ábendingagátt