Íþrótta- og tómstundanefnd

17. janúar 2023 kl. 14:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 364

Mætt til fundar

  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Erlingur Örn Árnason varamaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 22091200 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2022

      Farið yfir hvernig Íþrótta- og viðurkenningarhátíðin fór fram.

      Unnið er að því að búa til plakat með íþróttakonu og -karli Hafnarfjarðar árið 2022.

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með framkvæmdina.

    • 2301070 – Sumarstörf Hafnarfjarðar 2023

      Lagðar fram reglur um ráðningar í sumarstörf.

      Samþykkt.

    • 2301078 – Frístundaakstur, haust 2022

      Lögð fram til kynningar tölfræði um notkun frístundabílsins.

    • 2301260 – Frístundastyrkur 2022

      Yfirlit yfir notkun frístundastyrks ársins 2022 lagt fram.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lagt fram til kynningar drög að endurrituðu erindisbréfi nefndarinnar.

    • 1705068 – Gjafir og viðurkenningar, verklagsreglur

      Lagðar fram reglur um gjafir og styrki sem tengjast Íþrótta- og tómstundanefnd.

      Lagt fram til kynningar tillögur að breytingum á reglunum.

    • 11032700 – Sundhöll Hafnarfjarðar

      Sundhöll Hafnarfjarðar, erindi vegna breytinga húsnæðis

      Á síðasta fundi nefndarinnar var lagt fram erindi frá framkvæmdasviði vegna tillagna um breytingar á húsnæði Sundhallarinnar sem snéru að anddyri og búningsaðstöðu

      Varðandi það að velja tillögu þá telur nefndin tillögu A vera skársta kostinn. Hún bætir aðstöðu margra hópa og hróflar ekki við hefðunum sem ríkja í húsnæðinu. Salernisaðstaða fyrir fatlaða bætist við og anddyri verður opnara og þjónustuborð betra. Íhuga þarf að viðunandi starfsmannaaðstöðu fyrir sundkennara og starfsmenn.

      Hinsvegar bárust athugasemdir frá forstöðumanni og starfsmönnum varðandi allar tillögurnar. Þessar athugasemdir eru það alvarlegar að fullyrða má að hönnuðir hafi ekki komið á staðinn og fengið grunnupplýsingar áður en hafist var handa við að gera tillögur að breytingum. Við hönnun og breytingar á aðstöðunni inni verður að taka tillit til athugasemda forstöðumanns og starfsmanna laugarinnar vegna öryggiskrafna þar sem góð aðstaða til laugarvörslu verður að vera tryggð. Búa þarf til fjölnota klefa til að tryggja að öll kyn hafi tækifæri á að komast í laugina. Varðandi útsvæðið þarf að taka tillit til athugasemda forstöðumanns og starfsmanna varðandi sérstöðu laugarinnar. Laugin er ekki eins hentug og aðrar sundlaugar bæjarins fyrir börn og fjölskyldur og er hún vinsæl hjá fullorðnu fólki sem rólegur baðstaður.

      Fyrirhuguð er könnum meðal notenda sundstaða í Hafnarfirði varðandi þjónustuna og möguleika til uppbyggingar s.s. á útisvæðum. Mælt er með að byrja á því að leita til notenda lauganna varðandi mat á því hvernig laugarnar eru og hvernig íbúar sjái laugarnar þróast áður en teknar verða ákvarðanir varðandi breytingar á mannvirkjunum.

      Áður en farið er í að hanna og framkvæma breytingar á Sundhöllinni þarf að liggja fyrir hvort vilji sé að auka opnun þar í framtíðinni. Meginhlutverk laugarinnar í dag er sundkennsla og sundæfingar.

    • 2301062 – Þjóðhátíðardagurinn 2023, 17. júní

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og rekstrarstjóra að búa til starfshóp starfsmanna til að hefja undirbúning á 17. júní hátíðarhöldunum 2023.

      Starfshópurinn skili inn drögum að hátíðarhöldunum í mars.

    • 2210096 – Götuhlaup í Hafnarfirði

      Farið yfir stöðu undirbúnings á verkefninu og óskir um stuðning Hafnarfjarðarbæjar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa um stuðning.

    • 2212266 – Aðstaða í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í grunnskólum

      Fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar óskar eftir því að aðstaða félagsmiðstöðva og frístundaheimila í grunnskólum bæjarins verði skoðuð og borin saman.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur rekstrarstjóra að gera úttekt á aðstöðu og búnaði hjá félagsmiðstöðvum, bæði með könnun og vettvangsheimsókn.

    Fundargerðir

    • 2201495 – ÍBH, fundargerðir 2022-2023

      Nýjasta fundargerð ÍBH lögð fram.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjustu fundargerðir lagðar fram.

Ábendingagátt