Skipulags- og byggingarráð

22. september 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 766

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Árni Rúnar Árnason mætti til fundar kl. 14:18.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Árni Rúnar Árnason mætti til fundar kl. 14:18.

  1. Almenn erindi

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2022 var samþykkt að stofnaður yrði starfshópur til að vinna að hjólastefnu bæjarins. Vinnslu erindisbréfs var vísað til sviðsstjóra. Drög erindisbréfs lagt fram sem og tillaga að skipan hópsins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Tillaga að skipan hópsins er fyrir Sjálfstæðisflokk Hilmar Ingimundarson og Díana Björk Olsen sem verði formaður, aðrir ráðsmenn, fyrir Framsókn Ómar Rafnsson, fyrir Samfylkingu Steinn Jóhannsson og Sigurjóna Hauksdóttir, fyrir Viðreisn Lilja Guðríður Karlsdóttir.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Guðmundur Sverrisson deildarstjóri hagdeildar mætir til fundarins og fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. Aukafundur verður haldinn 28. september nk.

    • 2208006 – Austurgata 44, Grundartún, opið svæði, beiðni um framkvæmdir

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindi íbúa Austurgötu 36-47 og Lækjargötu 1-11 frá 29.7.2022 til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði vegna endurskoðunar á skipulagi svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera samantekt á leik- og grænum svæðum í og við miðbæinn.

    • 2209339 – Djúpgámar

      Leiðbeiningar sveitarfélagsins vegna djúpgámalausna lagðar fram til afgreiðslu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar leiðbeiningar til byggjenda vegna djúpgámalausna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgengni og þrifnað

      Tekin til umræðu umgengni og framkvæmdir við bátaskýlin.

      Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram á milli funda.

    • 2206288 – Fjarðargata 13-15, byggingarleyfi

      Aðaluppdrættir vegna stækkunar Fjarðar lagðir fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2206043 – Snókalönd, nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      Hraunbyggð ehf. leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi Hrauns vestur, gjótur vegna sameiningu lóða. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu þriggja lóða í eina, fjölgun eigna um 40. Bílastæðum ofanjarðar fjölgar um 62 og fækkar neðanjarðar um 55 stæði.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í sameiningu lóða en synjar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Hrauns vesturs.

    • 2109746 – Krosseyrarvegur 3, breyting á deiliskipulagi

      Hulda Jónsdóttir fh. hönd lóðarhafa leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit um 32m2, fjölgun bílastæða innan lóðar um 1, auknu byggingarmagni um 67,4fm. Nýtingarhlutfall verður 0,70.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 15.9.2022 að breytingu á deiliskipulagi vesturbæjar vegna Krosseyrarvegs 3 verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2209794 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting

      Lögð fram tillaga um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna heimildar til fjölgunar eigna í þegar byggðum hverfum.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð m.t.t. mögulegrar heimildar til fjölgunar eigna í þegar byggðum hverfum.

    • 2202519 – Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 16.9.2022 um framkvæmdaleyfi vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni auk greinargerðar sem tilgreind er í 14.gr. skipulagslaga vegna útgáfu framkvæmdaleyfa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir útgáfu framvkæmdaleyfis og vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1801074 – Búsetukjarnar

      Bæjarráð vísaði 1.7.sl. samþykkt fjölskylduráðs um að óska eftir lóð fyrir búsetukjarna í Áslandi 4 og á Öldugötu í samræmi við niðurstöðu skýrslu starfshóps til skipulags- og byggingaráðs til nánari skoðunar og úrvinnslu.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að lóð undir búsetukjarna verði í öðrum áfanga úthlutunar í Áslandi 4. Sviðsstjóra falið að skoða nánar mögulegar lóðir við Öldugötu.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Í skýrslu starfshóps um heimili fyrir fatlað fólk er lagt til að á næstu fjórum árum verði stefnt að því að byggja fjóra búsetukjarna m.a. í hverfum þar sem ekki eru búsetukjarnar í dag annars vegar í Hamranesi og hins vegar í Áslandi 4. Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka að bregðast þurfi hratt og vel við svo að uppbygging búsetukjarnanna geti hafist um leið og hægt er til að mæta brýnni þörf eftir íbúðum fyrir fatlað fólk.

    Fyrirspurnir

    • 2209562 – Víkingastræti 2, fyrirspurn

      Erlendur Árni Hjálmarsson fh. lóðarhafa leggur inn fyrirspurn vegna byggingaráforma og fjölgun bílastæða um 10. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi byggingu og núverandi hótel verði stækkað um allt að 62 herbergi á fjórum hæðum ásamt kjallara sem hýsir þvottahús og tæknirými.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 2209005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 896

      Lögð fram fundargerð 896. fundar.

    • 2209014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 897

      Lögð fram fundargerð 897. fundar.

Ábendingagátt