Skipulags- og byggingarráð

6. október 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 768

Mætt til fundar

 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
 • Árni Rúnar Árnason varamaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson varamaður
 • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarson mætti til fundar kl. 15:00.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ágúst Bjarni Garðarson mætti til fundar kl. 15:00.

 1. Almenn erindi

  • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

   Tekin til umræðu að nýju gjaldskrá og rekstraráætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá, fjárfestingaráætlun skipulagsfulltrúa og rekstraráætlun og vísar til staðfestingar bæjarráðs.

  • 2208015 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038

   Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna vinnu við aðalskipulag.

   Lilja Guðrún Karlsdóttir vék af fundi við afgreiðslu annars dagskrárliðar.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar skipulagsfulltrúa að ganga til samninga við VSÓ ráðgjöf og samstarfsaðila.

  • 2209794 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting

   Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð m.t.t. mögulegrar heimildar til fjölgunar eigna í þegar byggðum hverfum á fundi sínum þann 22.9.2022. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

   Lagt fram.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Lagt fram álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar við álitinu.

   Lagt fram.

  • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

   Hraunbyggð ehf. leggur fram endurskoðaða tillögu dags. 28.9.2022 að breyttu deiliskipulagi Hrauns vestur, gjótur vegna sameiningu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir sameiningu lóða í eina og að landnotkun verði breytileg.

   Frestað.

  • 22091196 – Hvannavellir 4, breyting á deiliskipulag

   Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vellir 6. Tillagan gerir ráð fyrir að fyrrum endastöð strætó verði breytt í parhúsalóð.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2109216 – Kapelluhraun, vegstæði

   Frumathugun vegstæða í Kapellu- og Hellnahrauni lögð fram.

   Lagt fram.

  • 2210001 – Umsagnarbeiðni, lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Kópavogs

   Kópavogsbær óskar 30.9.2022 eftir umsögn vegna skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð.

  • 2202333 – Garðabær, umsagnarbeiðnir vegna skipulagsbreytinga

   Garðabær óskar 28.9.2022 umsagnar vegna skipulagslýsingar rammahluta aðalskipulags Garðabæjar og deiliskipulagsáætlanir fyrir þróunarsvæði A, skv. aðalskipulagi Garðabæjar, ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka, skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

   Slóð á lýsingu https://www.gardabaer.is/media/skipulagsmal/22013-Samgongu-og-throunaras-Gardabae-skipulagslysing.pdf

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar vegna þróunarsvæðis A og Hafnarfjarðarvegar.

  Fundargerðir

Ábendingagátt