Skipulags- og byggingarráð

20. október 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 769

Mætt til fundar

 • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmann sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmann sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2111309 – Hellnahraun 4, deiliskipulag

   Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi og greinargerð vegna nýs deiliskipulags Hellnahrauns 4.

   Tillaga og greinargerð hefur ekki borist

   Lagt fram til kynningar.

  • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

   Lögð fram tillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Valla 6. Tillagan gerir ráð fyrir að endastöð strætó við Hvannavelli verði breytt í parhúsalóð.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

   Hraunvangur ehf. leggur fram endurskoðaða tillögu dags. 28.9.2022 að breyttu deiliskipulagi Hrauns vestur, gjótur vegna sameiningu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir sameiningu lóða í eina og að landnotkun verði breytileg.

   Frestað.

  • 2203335 – Reykjavíkurvegur 50, umferðaröryggi, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram tillaga dags. 6.9.2022 að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurvegar 50-52 og Flatahrauns 1. Tillagan gerir ráð fyrir að kvöð um umferð á milli Reykjavíkurvegar 50 og 52 verði aflögð og akstursleið lokað.

   Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða tillögu og hvetur til að leitað sé annarra lausna til að bæta umferðaröryggi.

  • 2206949 – Óseyrarbraut 24, breyting á deiliskipulag

   Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Óseyrarbrautar 24 dags. 16.10.2022. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun nýtingarhlutfalls, auknu byggingarmagni og hækkun hámarkshæðar og nýjum aðkomuleiðum að lóð. Hafnarstjórn fjallaði um tillöguna á fundi sínum þann 18. október og gerir ekki athugasemdir.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga dags. 16.10.2022 að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Óseyrarbrautar 24 verði auglýst í samræmi við skipulagslög og vísar erindinu til staðfestingar hafnarstjórnar.

  • 2209888 – Borgahella 33, breyting á deiliskipulagi

   Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 9.9.2022 um breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns þriðja áfanga. Tillagan gerir ráð fyrir sameiningu lóða Borgahellu 31 og 33, færslum á innkeyrslum og stækkun á eystri innkeyrslu vegna aksturs stórra ökutækja.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi Hellnahrauns 3 áfanga dags. 28.9.2022 vegna sameiningu lóða að Borgahellu 31 og 33 verði birt í B deild.

  • 2206028 – Álhella 5, breyting á deiliskipulagi

   Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 28.07.2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Kapelluhraun 2. áfangi. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0.4 í 0.5, innkeyrslum er breytt og óveruleg stækkun byggingarreits. Tillagan var auglýst 18.8.-29.9.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppfærður uppdráttur.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns vegna Álhellu 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2206148 – Íshella 2, breyting á deiliskipulagi

   Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi sínum þann 28.07.2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Íshella 2 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Hellnahrauns. Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun á skilgreindum byggingarreit, hækkun vegghæðar og að fest sé í skipulagi núverandi aðkoma inn á lóðina. Tillagan var auglýst 18.8.-29.9.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppfærður uppdráttur.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1. áfanga vegna Íshellu 2 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 17. ágúst að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
   Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði rifin og í stað þeirra verði byggð 3 hús með 15 misstórum íbúðum. Syðst og nyrst á lóðinni eru tveggja hæða einbýlishús en fyrir miðju verður tveggja til þriggja hæða L- laga klasahús. Gert er ráð fyrir 17 bílastæðum í bílageymslu og 4 stæðum á lóðinni. Tillagan var auglýst 26.8-7.10.2022. Athugasemdir bárust.

   Lagt fram og skipulagsfulltrúa falið að taka saman svar vegna framkominna athugasemda.

  • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17. ágúst sl. var samþykkt að breyta Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, samhliða breytingu á deiliskipulagi álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni og Straumsvík. Gefinn var kostur á að senda inn umsagnir vegna skipulags- og matslýsingar til 11.10.2022. Lagðar fram þær umsagnir sem bárust.

   Lagt fram.

  • 2111539 – Straumsvík, deiliskipulag

   Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 17. ágúst sl. var samþykkt að breyta deiliskipulagi álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni og Straumsvík samhliða breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Gefinn var kostur á að senda inn umsagnir vegna skipulags- og matslýsingar til 11.10.2022. Lagðar fram þær umsagnir sem bárust.

   Lagt fram.

  • 2206161 – Íbúðir fyrir eldra fólk

   Skipulagsfulltrúa var falið 8.9.2022 að vinna áfram að tillögum um mögulegar staðsetningar íbúða fyrir aldraða. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

  • 2108625 – Umferðarhraði í Hafnarfirði

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 5. október sl. eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs vegna tillögu að breytingum á hámarkshraða í Hafnarfirði.

   Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu og styður bætt umferðaröryggi í og við stofnbrautir. Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna tillögum um lækkun umferðarhraða á götum Hafnarfjarðar. Lækkun umferðarhraða bætir umferðaröryggi dregur úr umferðarslysum og áverkum. Einnig dregur minni umferðarhraði úr loftmengun og stuðlar að betra umferðarflæði.

  • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgengni og þrifnað

   Tekið fyrir að nýju umgengni og framkvæmdir við bátaskýlin.

   Skipulags- og byggingarráð styður byggingarfulltrúa í beitingu þeirra úrræða sem heimil eru skv. heimildum byggingarreglugerðar og mannvirkjalaga og tekur undir fyrri bókanir ráðsins vegna óleyfisframkvæmda og umgengni.

  • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

   Lögð fram og kynnt tillaga að legu raflínu í jörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að hefja skipulagsvinnu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 36.gr. skipulagslaga.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi legu Hamraneslínu og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Fundargerðir

  • 2210004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 899

   Lögð fram fundargerð 899. fundar.

  • 2210011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 900

   Lögð fram fundargerð 900. fundar.

Ábendingagátt