Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.
Lögð fram lagfærð greinargerð og skilmálatafla þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar auk minnisblaðs verkefnastjóra dags. 1.11.2022.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn og minnisblað vegna samantektar verkefnastjóra við athugasemdum Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Plúsarkitektar fh. lóðarhafa leggja 29.9.2022 inn tillögu að breytingum á deiliskipulagi Selhrauns suðurs.
Skipulags- og byggingarráð synjar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Selhrauns suðurs.
Tekin fyrir að nýju tillaga Hraunvangs ehf. dags. 28.9.2022 að breyttu deiliskipulagi Hrauns vestur, Gjótur vegna sameiningu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir sameiningu lóða í eina og tilfærslu á byggingarreit.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreit að Hjallahrauni 2, 4 og 4a. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að fjöldi íbúða á deiliskipulagsreitnun verði að hámarki 490.
Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 9.9.2022 inn breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns. Tillagan gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit Tinhellu 11 til norðurs. Bílastæði verði færð til suðurs. Nýtingahlutfall hækkar, verður 0,5.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á stærð lóðar og þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum samtals 28 íbúðir.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Stekkjarbergs 11. Tillagan gerir ráð fyrir of miklu byggingarmagni.
Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Drög að lýsingu lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fulltrúi Viðreisnar bókar: Sú staða sem komin er upp felur í sér að íbúðir verða um 27% fleiri en gildandi aðalskipulag sagði til um. Minnt er á að skv. lögum á að gera deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag en ekki öfugt. Þessi staða bendir til agaleysis í skipulagsmálum og skorts á yfirsýn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld kasta frá sér skipulagsvaldinu í hendur byggingaraðila og umturna þar með þeim grunnhugmyndum sem búið var að samþykkja að vinna eftir.og er skemmst að minnast eyðileggingar á rammaskipulagi Hrauns Vesturs.
Úr því sem komið er getur verið nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á Hamranessvæðinu, en hvatt er til þess að þeirri breytingu verði stillt í hóf.
Auk þess er nauðsynlegt að skoða á þessum tímapunkti hvernig staða verslunar og þjónustu er á svæðinu miðað við þau frávik sem hafa orðið frá upphaflegum skipulagshugmyndum. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar geti sótt helstu þjónustu í nærumhverfi, en það stuðlar bæði að velferð íbúa og almennri umhverfisvernd.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22.9.sl var skipulagsfulltrúa falið að gera samantekt á leik- og grænum svæðum í og við miðbæinn. Lögð fram samantekt.
Skipulags- og byggingarráð þakkar erindið og beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að skoða endurbætur á svæðinu.
Veitur ohf. sækja 28.10.2022 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar hitaveitu, háspennustrengs og kapla frá stýrishúsi við Kaplakrika að dælustöð við Lækjargötu.
Skipulags- og byggingarráð heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út umbeðið framkvæmdaleyfi.
Eyjólfur Valgarðsson leggur 28.10.2022 inn fyrirspurn er varðar færslu á byggingarreit og fjölgun innkeyrslna frá götu.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.
Lögð fram fundargerð 110. fundar.
Lagðar fram fundargerðir 1. 2. og 3. fundar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á starfshóp, Tilnefnd í starfshópinn fyrir Samfylkinguna í stað Steins Jóhannssonar er Sigrid Foss.
Lögð fram fundargerð 901. fundar.
Lögð fram fundargerð 902. fundar.