Skipulags- og byggingarráð

17. nóvember 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 771

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varamaður
  • Viktor Pétur Finnsson varamaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Arnar Þráinsson varamaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 9.11. sl. að hafin yrði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Skipulagslýsing lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna vegna framlagðrar skipulagslýsingar og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Lögð fram uppfærð skipulagslýsing vegna fjölgunar íbúða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna vegna framlagðrar skipulagslýsingar og vísar erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2209536 – Hraun vestur hjallar, reitur 3.1, breyting á deiliskipulagi

      Sigurður Einarsson fh. lóðarhafa sækir 14.9.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir blandaðri byggð, íbúða og atvinnuhúsnæðis á allt að 6 hæðum með bílgeymslum neðanjarðar.

      Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarráð bendir á að ekki verður samþykkt breyting á byggingarmagni.

    • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

      Tillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Valla 6 tekin til afgreiðslu. Tillagan gerir ráð fyrir að endastöð strætó við Hvannavelli verði breytt í parhúsalóð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valla 6. áfanga vegna breytinga á lóð Hvannavalla 6 og kynna fyrir nálægri byggð og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2211125 – Suðurhella 10, breyting á deiliskipulagi

      Konráð Magnússon fh. húsfélagsins að Suðurhellu 10 sækir 4.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir að á 2. hæð verði útbúnar vinnustofur. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,34 í 0,62. Bílastæði á lóð verði 60.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu.

    • 2208542 – Hamranes, farsímamastur, breyting á deiliskipulagi

      Bæjarstjórn samþykkti 14. september sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hamranesnámu. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri lóð undir farsímamastur. Stærð lóðar verði 64m2 og byggingarreitur 36m2. Hæð masturs er 12 metrar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hamranesnámu vegna farsímamastur. Tillagan var auglýst tímabilið 23.9.2022 – 4.11.2022. Ábending barst frá höfninni þar sem bent er að staðsetning verði a.m.k. 50m frá brún.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2209117 – Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 14.09.2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nýtt deiliskipulag fyrir Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur. Deiliskipulagið gerir grein fyrir götum, stígum, stofnanalóðum og veitu lóðum í hverfinu. Tillagan var auglýst tímabilið 23.9.-4.11.2022. Ábending barst frá Veitum. Lagður fram uppdráttur sem tekur tillit til ábendinga Veitna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2209339 – Djúpgámar

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærðar leiðbeiningar vegna djúpgáma og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2208659 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2023 og 2024-2026

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 9.11. sl. tillögu nr. 9 frá fulltrúa Viðreisnar í bæjarstjórn var vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs.

      9. Viðreisn leggur til að fé verði forgangsraðað til að straumlínulaga og einfalda vinnu hjá skipulagssviði með það að markmiði að stytta afgreiðslutíma erinda sem þangað berast.

    • 2205607 – Steinhella 14, skilti, synjun, mál nr. 49 árið 2022, kæra

      Lagður fram úrskurður nefndarinnar í máli nr. 49/2022.

    • 2210375 – Selvogsgata 3,deiliskipulag, Suðurbær sunnan Hamars, mál nr. 121 árið 2022, kæra

      Lagt fram til upplýsinga.

    • 2211242 – Coda Terminal, matsáætlun, beiðni um umsögn

      Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um matsáætlun vegna uppbyggingar móttöku og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð í Straumsvík.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn vegna matsáætlunar Coda-Terminal.

    • 2209562 – Víkingastræti 2, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshöfunda.

    Fundargerðir

    • 2211010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 903

      Lögð fram fundargerð 903 fundar.

Ábendingagátt