Skipulags- og byggingarráð

15. desember 2022 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 773

Mætt til fundar

 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
 • Birna Lárusdóttir varamaður
 • Steinunn Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

 1. Almenn erindi

  • 2206136 – Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025

   Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Straumsvíkurhafnar samhliða breytingu á deiliskipulagi álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

  • 2111539 – Straumsvík, deiliskipulag

   Skipulaghöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að breytingu deiliskipulags álversins í Straumsvík og deiliskipulagi iðnaðarsvæðis í Kapelluhrauni og Straumsvík samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

  • 2212076 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

   Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 5.12.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin gerir ráð fyrir tilfærslu á byggingarreitum. Fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár. Amk. eitt bílastæði á íbúð. Byggingarmagn helst óbreytt. Hæð húsa hækkar sem nemur 0,85m norðan megin og 0,70m sunnan megin. Þakgerð einhalla með hæðsta punkt til suðurs og/eða flatt þak.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

  • 2212077 – Hádegisskarð 22, breyting á deiliskipulagi

   Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 5.12.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár. Amk. eitt bílastæði á íbúð. Byggingarmagn helst óbreytt. Þakgerð einhalla með hæðsta punkt til suðurs og/eða flatt þak.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið.

  • 22111277 – Suðurhella 9, mhl.01, breyting á deiliskipulagi

   Verksýn ehf. sækir 24.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs. Tillagan snýr að snúning á byggingarreit og tveimur inn/út keyrslum bætt við frá götu, nýtingarhlutfall lækkar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns suðurs og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2205256 – Stekkjarberg 11, lóðarstækkun

   Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbergs 11. Tillagan gerir ráð fyrir þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum samtals að hámarki 26 íbúðum.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Setbergs vegna Stekkjarbergs 11 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 3.11.2022 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreit að Hjallahrauni 2, 4 og 4a. Erindið var grenndarkynnt tímabilið 10.11.-12.12.2022. Athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd.

  • 2001086 – Hverfisgata 52b, lóðarstækkun

   Tekið til umræðu.

   Tekið til umræðu.

  Fyrirspurnir

  • 2212104 – Hverfisgata 49, fyrirspurn

   Þorbjörn Ingi Stefánsson leggur 6.12.2022 fram fyrirspurn skv. ákvæðum deiliskipulags. Lögð fram tillaga að nýbyggingu.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

  • 2212099 – Tinnuskarð 4, fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi

   Kristinn Ragnarsson leggur 6.12.2022 fram fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu fyrir Tinnuskarð 4. Breytingin felur í sér að breyta gerð fjölbýlishúss úr R4 í R5 og fjölga íbúðum um eina. Einnig er verið að breyta lögun byggingarreits lítillega.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

  Fundargerðir

  • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

   Lögð fram fundargerð 5. fundar starfshóps.

  • 2211031F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 906

   Lögð fram fundargerð 906. fundar.

  • 2212004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 907

   Lögð fram fundargerð 907. fundar.

  • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lögð fram 112. fundargerð svæðisskipulagsnefndar.

Ábendingagátt