Skipulags- og byggingarráð

19. desember 2022 kl. 13:00

á fjarfundi

Fundur 774

Mætt til fundar

 • Árni Rúnar Árnason varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 17.11.2022 að leita umsagna vegna skipulagslýsingar sem staðfest var af bæjarstjórn 23. nóvember sl. Umsagnir lagðar fram.

   Lagt fram.

  • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti 17.11.2022 að leita umsagna vegna skipulagslýsingar sem staðfest var í bæjarstjórn 23.11.2022. Frestur til að skila inn umsögn var til 16.12.2022. Umsagnir lagðar fram.

   Lagt fram.

  • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

   Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða úr 1500 í 1900 í Hamranesi.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða úr 1500 í 1900 í Hamranesi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2201064 – Hamranes reitur 19.B, deiliskipulag

   Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Hringhamars 6, þróunarreitur 19.B, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 19. júlí sl. og staðfest í bæjarstjórn 14. september sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulagi Hringhamars 6, reits 19b, í Hamranesi verði lokið í samræmi við gildandi Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 fyrir Hamranes varðandi íbúðarfjölda samanber minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 19.12.2022. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2206187 – Áshamar 50, reitur 6.A, deiliskipulag

   Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Áshamars 50, þróunarreitur 6A, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Áshamars 50 samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2205257 – Hringhamar 10, reitur 20.B, deiliskipulag

   Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Hringhamars 10, þróunarreitur 20.B, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Hringhamars 10, reit 20.B, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2206171 – Baughamar 1, reitur 31.C, deiliskipulag

   Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Baughamars 1, þróunarreitur 31.C, sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði 25. ágúst sl. og staðfest í bæjarstjórn 31. ágúst sl. ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Baughamars 1, reitur 31 C, samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna Hamraness í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Ábendingagátt